50 þúsund börn dóu úr hungri og sjúkdómum í Jemen í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 22:08 Faðir gefur vannærðri dóttur sinni vatn á sjúkrahúsi í Hodeida. AP/Hani Mohammed Útlit er fyrir gífurlega hungursneyð í Jemen. Um fjórtán milljónir manna, sem samsvarar um helmingi þjóðarinnar, hafa einungis aðgengi að matvælum í gegnum hjálparsamtök. Ástandið þar fer sífellt versnandi og Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, varar við því að neyðin sé það mikil að brátt verði ekki aftur snúið. Við lok síðasta árs áætluðu starfsmenn hjálparsamtaka að 130 börn undir fimm ára aldrei hefðu dáið á hverjum degi vegna hungurs og sjúkdóma. Alls er talið að nærri því 50 þúsund börn hafi dáið vegna þessa í fyrra.Sagði frá stöðunni á fundi öryggisráðsins Lowcock hélt erindi á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði útlit fyrir landlæga hungursneyð í Jemen. Staðan þar í landi hefði versnað til muna á undanförnum vikum. Hann sagði íbúa Jemen vera að nálgast vendipunkt þar sem ómögulegt væri að koma í veg fyrir gífurlegt mannfall.Eins og áður hefur komið fram er talið að fjórtán milljónir manna reiði sig á hjálparsamtök til að halda lífi. Það er þremur milljónum meira en í síðasta mánuði.Mark Lowcock.AP/Bebeto MatthewsLowcock sagði að þó fólkið sé á lífi sé það alls ekki að fá þá næringu sem þau þurfa. Ónæmiskerfi margra séu nálægt því að hrynja og ungir og hinir eldri séu sérstaklega í hættu. „Svo það sé á hreinu, er mat mitt, ráð mitt til ykkar, að nú sé skýr hætta á yfirvarandi hungursneyð í Jemen. Það verði mun stærra en nokkur sérfræðingur á þessu sviði hefur séð áður,“ sagði Lowcock á fundi öryggisráðsins. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði varað við slíkum aðstæðum tvisvar sinnum áður og í bæði skiptin hefði hungursneyð ekki skollið á. Það hefði hins vegar ekki gerst vegna þeirra aðgerða sem gripið var til í bæði skiptinn. Ástandið sé þó þar að auki mun verra en það var þá.Báðar fylkingar sekar um brot á alþjóðalögum Lowcock sagði einnig að báðar fylkingar í átökunum í Jemen brytu reglulega gegn alþjóðalögum og síðan í maí hefðu minnst fimm þúsund slík brot verið skráð. Þar á meðal annars við árásir á almenna borgara og mikilvæg innviði eins og sjúkrahús, vatnsdælur, vegi og brýr. Stríðið í Jemen hefur geisað frá árinu 2015. Uppreisnarmenn Húta hafa sölsað undir sig stóran hluta landsins. Sádi-arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ásamt sjö öðrum arabaríkjum hafa hlutast til í landinu til aðstoðar stjórnarhernum. Bandalagsherinn hefur notið stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara. 28. ágúst 2018 12:07 Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni þann 9. ágúst og var hún víða fordæmd. 1. september 2018 23:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. 19. október 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Útlit er fyrir gífurlega hungursneyð í Jemen. Um fjórtán milljónir manna, sem samsvarar um helmingi þjóðarinnar, hafa einungis aðgengi að matvælum í gegnum hjálparsamtök. Ástandið þar fer sífellt versnandi og Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, varar við því að neyðin sé það mikil að brátt verði ekki aftur snúið. Við lok síðasta árs áætluðu starfsmenn hjálparsamtaka að 130 börn undir fimm ára aldrei hefðu dáið á hverjum degi vegna hungurs og sjúkdóma. Alls er talið að nærri því 50 þúsund börn hafi dáið vegna þessa í fyrra.Sagði frá stöðunni á fundi öryggisráðsins Lowcock hélt erindi á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði útlit fyrir landlæga hungursneyð í Jemen. Staðan þar í landi hefði versnað til muna á undanförnum vikum. Hann sagði íbúa Jemen vera að nálgast vendipunkt þar sem ómögulegt væri að koma í veg fyrir gífurlegt mannfall.Eins og áður hefur komið fram er talið að fjórtán milljónir manna reiði sig á hjálparsamtök til að halda lífi. Það er þremur milljónum meira en í síðasta mánuði.Mark Lowcock.AP/Bebeto MatthewsLowcock sagði að þó fólkið sé á lífi sé það alls ekki að fá þá næringu sem þau þurfa. Ónæmiskerfi margra séu nálægt því að hrynja og ungir og hinir eldri séu sérstaklega í hættu. „Svo það sé á hreinu, er mat mitt, ráð mitt til ykkar, að nú sé skýr hætta á yfirvarandi hungursneyð í Jemen. Það verði mun stærra en nokkur sérfræðingur á þessu sviði hefur séð áður,“ sagði Lowcock á fundi öryggisráðsins. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði varað við slíkum aðstæðum tvisvar sinnum áður og í bæði skiptin hefði hungursneyð ekki skollið á. Það hefði hins vegar ekki gerst vegna þeirra aðgerða sem gripið var til í bæði skiptinn. Ástandið sé þó þar að auki mun verra en það var þá.Báðar fylkingar sekar um brot á alþjóðalögum Lowcock sagði einnig að báðar fylkingar í átökunum í Jemen brytu reglulega gegn alþjóðalögum og síðan í maí hefðu minnst fimm þúsund slík brot verið skráð. Þar á meðal annars við árásir á almenna borgara og mikilvæg innviði eins og sjúkrahús, vatnsdælur, vegi og brýr. Stríðið í Jemen hefur geisað frá árinu 2015. Uppreisnarmenn Húta hafa sölsað undir sig stóran hluta landsins. Sádi-arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ásamt sjö öðrum arabaríkjum hafa hlutast til í landinu til aðstoðar stjórnarhernum. Bandalagsherinn hefur notið stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og Frakka.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara. 28. ágúst 2018 12:07 Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni þann 9. ágúst og var hún víða fordæmd. 1. september 2018 23:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. 19. október 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30
Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi Stjórnarherinn, bandalagsherinn sem styður hann og uppreisnarmenn Húta eru sagðir hirða lítið um að takmarka fall óbreyttra borgara. 28. ágúst 2018 12:07
Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni þann 9. ágúst og var hún víða fordæmd. 1. september 2018 23:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30
Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00
Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. 19. október 2018 08:15