Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 13:46 Förufólkið hefur farið fótgangandi frá Hondúras norður til Mexíkó. Það er sagt flýja blóðuga glæpaöldu og fátækt í heimalandinu. Vísir/EPA Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44