Óhrædd við að fara gegn flokkslínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2018 20:00 Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands. Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands.
Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira