Frítt að borða í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Brynjólfur Sigurðsson, matráður í Aratungu í Bláskógabyggð sem eldar ofan í leik og grunnskólabörnin á staðnum. Jóna Kolbrún Kjartansdóttir Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira