Facebook útskýrir hvers vegna gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 10:52 Margir voru nokkuð hissa þegar gömlu skilaboðin birtust í gærkvöldi. Vísir/Getty Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook hefur útskýrt hvað varð þess valdandi að gamlir spjallþræðir skutu upp kollinum í hrönnum hjá notendum samfélagsmiðilsins í gærkvöldi. Talsmaður Facebook sagði í samtali við Mashable að þessi galli hefði verið tilkominn vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrirtækisins og er búið að leysa úr vandamálinu. Spjallþræðirnir gátu verið nokkurra ára gamlir en birtust notendum líkt og þeir væru að fá ný skilaboð.Sjá einnig: Gamlir spjallþræðir hrella Facebook-notendurÁ vef Mashable segir að þessi galli hafi komið mörgum illa sem fengu allt í einu meldingu um skilaboð frá ástvinum sem höfðu fallið frá eða frá kunningjum sem þeir höfðu ekki spjallað við lengi. Mashable tekur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Facebook dragi fram minningar sem sumir vilja helst gleyma eða þykir óþægilegar. Þegar Facebook kynnti til sögunnar viðmót á samfélagsmiðlinum þar sem það minnti notendur á gamlar Facebook-færslur var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að ýta minningum að notendum sem þeir kærðu sig ekki um og þóttu óþægilegar. Brást Facebook við því með því að bjóða notendum upp á möguleika á að breyta þessum gömlu færslu og stjórna því hvaða „minningar“ þeir sjá.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira