Andstæðingur bólusetninga hreinsar út vísindaráð Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 16:24 Giulia Grillo, heilbrigðisráðherra Ítalíu, hefur rekið alla sérfræðinga í ráðgjafanefnd um vísindi- og tækni. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga. Evrópa Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Ítalíu úr röðum Fimm stjörnu hreyfingarinnar sem hefur lýst efasemdum um bólusetningar hefur rekið alla stjórn ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar í vísinda- og tæknimálum. Ráðherrann segist ætla að skipta stjórnarmönnum út fyrir „annað frægt fólk sem verðskuldar það“.The Guardian segir að ítalskir vísindamenn séu slegnir yfir ákvörðun Giuliu Grillo, heilbrigðisráðherra, sem hún tilkynnti um á mánudagskvöld. Fimm stjörnu hreyfingin, popúlíski stjórnarflokkurinn, sem Grillo tilheyrir hefur andmælt bólusetningum og talað fyrir kukli í krabbameinsmeðferðum og umdeildri stofnfrumumeðferð. Þrjátíu ráðgjöfum í heilbrigðismálum sem sátu í nefndinni verður öllum skipt út. Vísindamenn eru sagðir óttast hverjir verði skipaðir í þeirra stað í ljósi afstöðu Grillo og félaga til vísinda. „Við höfum áhyggjur af því af hverju þau ákváðu að fjarlægja fólk sem var valið vegna reynslu þess og hæfni á hæstu stigum. Við höfum einnig áhyggjur af því hverjir sitja í næsta ráði og sérstaklega hvort að tilnefningarnar verði af pólitískum rótum,“ segir Roberta Siliquini, fráfarandi forseti ráðgjafaráðsins.Hitti aldrei ráðherrann sem bað ráðið aldrei um neitt Grillo hefur tekið af öll tvímæli um að stjórnendur ráðsins verði skipaðir aftur þar sem að traust og samhljómur þurfi að ríkja á milli þeirra og ráðherrans. Nýtt ráð verði skipað í janúar. Siliquini segist hins vegar aldrei hafa hitt Grillo á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að ráðherrann tók við embætti. Hún hafi ekki fengið neinar skýringar á uppsögninni. „Við erum stofnun sem hjálpar þeim að taka ákvarðanir um stefnu út frá vísindalegum og tæknilegum sjónarhóli. En hún hefur aldrei beðið okkur um neitt á þessum sex mánuðum sem er líklega sterk vísbending,“ segir Siliquini við The Guardian. Fimm stjörnu hreyfingin lofaði að snúa við áformum fyrri ríkisstjórnar um að gera tíu bólusetningar að skyldu í landinu. Grillo skapaði svo uppnám í skólum þegar hún lýsti því yfir að foreldrar gætu staðfest sjálfir að börn þeirra hefðu verið bólusett frekar en að þurfa að skila læknisvottorði. Eftir að mislingafaraldur kom upp í miðjum nóvember sagði ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og öfgahægriflokksins Bandalagsins að hún myndi gera bólusetningar að skyldu og kallaði 800.000 ungbörn, börn og ungmenni til bólusetninga.
Evrópa Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira