Katar segir sig úr samtökum olíuframleiðsluríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Saad Sherida al-Kaabi. Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran. Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran.
Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira