Malasía fer í hart við Goldman Sachs Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. desember 2018 09:00 Ákæran var birt á mánudaginn á hendur dótturfélögum Goldman Sachs og tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans; þeim Tim Leissner og Roger Ng Chong Hwa. vísir/getty Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði bandaríska fjárfestingarbankann Goldman Sachs og tvo bankamenn í vikunni fyrir auðgunarbrot er varða ríkisrekna fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Financial Times greinir frá því að Goldman sé krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 369 milljarða króna, fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema 2,7 milljörðum dala, í gegnum skuldabréf sem voru gefin út árin 2012 og 2013. Ákæran var birt á mánudaginn á hendur dótturfélögum Goldman Sachs og tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans; þeim Tim Leissner og Roger Ng Chong Hwa. Þeim hefur verið lýst sem lykilstarfsmönnum Goldman í þessu máli og er gert að sök að hafa mútað malasískum embættismönnum til að tryggja aðkomu sína í skuldabréfaútboðum fyrir 1MDB sem námu 6,5 milljörðum dala. Goldman fékk 600 milljónir dala í þóknanatekjur vegna útboðanna en að mati ríkissaksóknarans Tommys Thomas er fjárhæðin margfalt hærri en það sem gengur og gerist á fjármálamarkaði. Telja yfirvöld margra ríkja, þar á meðal bandaríska dómsmálaráðuneytið, að fjármálalegt misferli í kringum 1MDB nemi allt að 4,5 milljörðum dala. Malasíski ríkissaksóknarinn sagði að umgjörð skuldabréfaútboðanna hefði gefið til kynna að lögmætur tilgangur lægi að baki en hinir ákærðu hefðu vitað að ávinningnum yrði ráðstafað með ólögmætum hætti. „Auk þess að hafa fengið hlutdeild í ólögmætum ávinningi fengu lykilstjórnendur Goldman Sachs stóra kaupauka og aukinn frama innan Goldman Sachs og fjárfestingarbankageirans í heild sinni,“ sagði ríkissaksóknarinn. Yfirvöld í Malasíu hafa sótt hart að Goldman vegna málsins og Anwar Ibrahim, sem þykir líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, lýsti framferði bandaríska fjárfestingarbankans sem „ógeðslegu“ í viðtali í nóvember og sagði að Goldman ætti að greiða „töluvert meira“ í sektir en þær 600 milljónir dala sem bankinn fékk í þóknanatekjur. Goldman Sachs hefur hafnað ásökununum alfarið. „Tilteknir embættismenn í malasísku ríkisstjórninni sem þá var sögðu Goldman Sachs og öðrum ósatt um ráðstöfun ávinningsins af umræddum viðskiptum,“ segir í tilkynningu frá bandaríska fjárfestingarbankanum.Svikamylla frá upphafi Ríkisfjárfestingarsjóðurinn 1MDB var stofnaður árið 2009 til að styðja við erlenda fjárfestingu í þróunarverkefnum í Malasíu. Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra, sat í stjórn sjóðsins en síðan þá hefur sjóðurinn verið miðpunktur eins stærsta spillingarmáls heims. Skjöl, sem var lekið fyrir nokkrum árum, varpa ljósi á að 1MDB hafi verið nokkurs konar svikamylla frá upphafi. Háar fjárhæðir voru fengnar að láni með útgáfu skuldabréfa og þær færðar á reikninga í Sviss og Singapúr. 731 milljón dala birtist á bankareikningi Najibs forsætisráðherra rétt fyrir kosningarnar 2013. Hann er sagður hafa notað fjármunina til að múta stjórnmálamönnum, greiða kreditkortareikninga og fjármagna íburðarmikla eyðslusemi eiginkonu sinnar. Sjálfur fullyrðir Najib að fjárhæðina megi rekja til styrkja frá prins í Sádí-Arabíu. Umsvifamikill málarekstur á hendur Najib hófst í október.Sóttu inn á Asíumarkað Aðkomu Goldman Sachs má rekja aftur til ársins 2010 samkvæmt umfjöllun The Wall Street Journal um málið. Tekjur fjárfestingarbankans höfðu dregist saman um þriðjung eftir fjármálahrunið og forstjórinn Lloyd Blankfein sagði við hluthafa að bankinn ætlaði að sækja inn á nýja markaði. Starfsmannafjöldinn í Suður-Asíu tvöfaldaðist og á meðal nýrra starfsmanna var flugvélaverkfræðingurinn Andrea Vella sem hafði hannað flóknar afleiður fyrir JPMorgan & Chase. Vella og Leissner fóru fyrir teymi sem sá um fyrsta útboð 1MDB en ráðist var í útboðið til þess að fjármagna kaup á orkuverum. Leissner bað fjárfestingarbankann Lazard um óháð verðmat á orkuverunum en Lazard neitaði og bar fyrir sig að kaupin lyktuðu af pólitískri spillingu. Goldman hélt engu að síður áfram með viðskiptin. Leissner var síðar ákærður af embætti saksóknara Bandaríkjanna vegna málsins. Hann gekkst í nóvember við því að hafa stundað peningaþvætti og mútað embættismönnum í Malasíu.Jho Low er hér hægra megin við söngkonuna Aliciu Keys á Grammy-verðlaununum árið 2014. Með þeim á myndinni er Swiss Beatz.vísir/gettyGlaumgosi í miðdepli hneykslisins Ríkissaksóknarinn í Malasíu gaf einnig út ákæru á hendur malasíska fjárfestinum Jho Low. Hann var viðfangsefni nýrrar bókar tveggja blaðamanna The Wall Street Journal sem ber heitið „Bill ion Dollar Whale: The Man Who Fooled Wall Street, Hollywood and the World“. Low er lýst sem glaumgosa og félagsveru sem hefur komist langt á tengslamyndun. Hann er kominn af ríkri fjölskyldu og í námi í London kynntist hann stjúpsyni Najib forsætisráðherra. Á meðan Najib sat í stjórn 1MDB var Low fenginn til að sinna ráðgjafarstörfum fyrir sjóðinn. Talið er að sjóðurinn hafi á hans vakt fjármagnað kaup á fasteignum í Beverly Hills og Manhattan fyrir milljarða dala, 260 milljóna dala snekkju, og afmælisveislu Low þar sem stórstjörnur á borð við Pharrell Williams og Busta Rhymes stigu á svið. Þá munu fjármunir sjóðsins einnig hafa fjármagnað kvikmyndina Wolf of Wall Street að hluta til. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði bandaríska fjárfestingarbankann Goldman Sachs og tvo bankamenn í vikunni fyrir auðgunarbrot er varða ríkisrekna fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Financial Times greinir frá því að Goldman sé krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 369 milljarða króna, fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema 2,7 milljörðum dala, í gegnum skuldabréf sem voru gefin út árin 2012 og 2013. Ákæran var birt á mánudaginn á hendur dótturfélögum Goldman Sachs og tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans; þeim Tim Leissner og Roger Ng Chong Hwa. Þeim hefur verið lýst sem lykilstarfsmönnum Goldman í þessu máli og er gert að sök að hafa mútað malasískum embættismönnum til að tryggja aðkomu sína í skuldabréfaútboðum fyrir 1MDB sem námu 6,5 milljörðum dala. Goldman fékk 600 milljónir dala í þóknanatekjur vegna útboðanna en að mati ríkissaksóknarans Tommys Thomas er fjárhæðin margfalt hærri en það sem gengur og gerist á fjármálamarkaði. Telja yfirvöld margra ríkja, þar á meðal bandaríska dómsmálaráðuneytið, að fjármálalegt misferli í kringum 1MDB nemi allt að 4,5 milljörðum dala. Malasíski ríkissaksóknarinn sagði að umgjörð skuldabréfaútboðanna hefði gefið til kynna að lögmætur tilgangur lægi að baki en hinir ákærðu hefðu vitað að ávinningnum yrði ráðstafað með ólögmætum hætti. „Auk þess að hafa fengið hlutdeild í ólögmætum ávinningi fengu lykilstjórnendur Goldman Sachs stóra kaupauka og aukinn frama innan Goldman Sachs og fjárfestingarbankageirans í heild sinni,“ sagði ríkissaksóknarinn. Yfirvöld í Malasíu hafa sótt hart að Goldman vegna málsins og Anwar Ibrahim, sem þykir líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, lýsti framferði bandaríska fjárfestingarbankans sem „ógeðslegu“ í viðtali í nóvember og sagði að Goldman ætti að greiða „töluvert meira“ í sektir en þær 600 milljónir dala sem bankinn fékk í þóknanatekjur. Goldman Sachs hefur hafnað ásökununum alfarið. „Tilteknir embættismenn í malasísku ríkisstjórninni sem þá var sögðu Goldman Sachs og öðrum ósatt um ráðstöfun ávinningsins af umræddum viðskiptum,“ segir í tilkynningu frá bandaríska fjárfestingarbankanum.Svikamylla frá upphafi Ríkisfjárfestingarsjóðurinn 1MDB var stofnaður árið 2009 til að styðja við erlenda fjárfestingu í þróunarverkefnum í Malasíu. Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra, sat í stjórn sjóðsins en síðan þá hefur sjóðurinn verið miðpunktur eins stærsta spillingarmáls heims. Skjöl, sem var lekið fyrir nokkrum árum, varpa ljósi á að 1MDB hafi verið nokkurs konar svikamylla frá upphafi. Háar fjárhæðir voru fengnar að láni með útgáfu skuldabréfa og þær færðar á reikninga í Sviss og Singapúr. 731 milljón dala birtist á bankareikningi Najibs forsætisráðherra rétt fyrir kosningarnar 2013. Hann er sagður hafa notað fjármunina til að múta stjórnmálamönnum, greiða kreditkortareikninga og fjármagna íburðarmikla eyðslusemi eiginkonu sinnar. Sjálfur fullyrðir Najib að fjárhæðina megi rekja til styrkja frá prins í Sádí-Arabíu. Umsvifamikill málarekstur á hendur Najib hófst í október.Sóttu inn á Asíumarkað Aðkomu Goldman Sachs má rekja aftur til ársins 2010 samkvæmt umfjöllun The Wall Street Journal um málið. Tekjur fjárfestingarbankans höfðu dregist saman um þriðjung eftir fjármálahrunið og forstjórinn Lloyd Blankfein sagði við hluthafa að bankinn ætlaði að sækja inn á nýja markaði. Starfsmannafjöldinn í Suður-Asíu tvöfaldaðist og á meðal nýrra starfsmanna var flugvélaverkfræðingurinn Andrea Vella sem hafði hannað flóknar afleiður fyrir JPMorgan & Chase. Vella og Leissner fóru fyrir teymi sem sá um fyrsta útboð 1MDB en ráðist var í útboðið til þess að fjármagna kaup á orkuverum. Leissner bað fjárfestingarbankann Lazard um óháð verðmat á orkuverunum en Lazard neitaði og bar fyrir sig að kaupin lyktuðu af pólitískri spillingu. Goldman hélt engu að síður áfram með viðskiptin. Leissner var síðar ákærður af embætti saksóknara Bandaríkjanna vegna málsins. Hann gekkst í nóvember við því að hafa stundað peningaþvætti og mútað embættismönnum í Malasíu.Jho Low er hér hægra megin við söngkonuna Aliciu Keys á Grammy-verðlaununum árið 2014. Með þeim á myndinni er Swiss Beatz.vísir/gettyGlaumgosi í miðdepli hneykslisins Ríkissaksóknarinn í Malasíu gaf einnig út ákæru á hendur malasíska fjárfestinum Jho Low. Hann var viðfangsefni nýrrar bókar tveggja blaðamanna The Wall Street Journal sem ber heitið „Bill ion Dollar Whale: The Man Who Fooled Wall Street, Hollywood and the World“. Low er lýst sem glaumgosa og félagsveru sem hefur komist langt á tengslamyndun. Hann er kominn af ríkri fjölskyldu og í námi í London kynntist hann stjúpsyni Najib forsætisráðherra. Á meðan Najib sat í stjórn 1MDB var Low fenginn til að sinna ráðgjafarstörfum fyrir sjóðinn. Talið er að sjóðurinn hafi á hans vakt fjármagnað kaup á fasteignum í Beverly Hills og Manhattan fyrir milljarða dala, 260 milljóna dala snekkju, og afmælisveislu Low þar sem stórstjörnur á borð við Pharrell Williams og Busta Rhymes stigu á svið. Þá munu fjármunir sjóðsins einnig hafa fjármagnað kvikmyndina Wolf of Wall Street að hluta til.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira