Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 21:00 Sögðu þingmenn að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Vísir Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira