Þrjátíu þúsund starfsmenn reyndust uppdiktaðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:15 Frá höfuðborginni Maputo. Getty/ Eric Lafforgue Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess. Afríka Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess.
Afríka Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira