Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 29. desember 2018 21:15 Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“ Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“
Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00