Gummi: Ætla að bíða og heyra hvað læknarnir segja Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 30. desember 2018 19:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira