Sögulegar en umdeildar kosningar í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 08:24 Starfsmenn kjörstjórnar í Kinshasa undirbúa kosningavél. AP/Jerome Delay Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust. Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust.
Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira