Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 16:00 Ágúst Elí Björgvinsson er mættur á sitt annað stórmót. vísir/tom Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00