Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 14:07 Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45