Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu 19. janúar 2019 22:11 Ólafur Gústafsson var frábær í íslensku vörninni og hér tekur hann vel á móti Paul Drux . Getty/Jörg Schüler Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fimm mörkum á móti grjóthörðu þýsku liði í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn frábærri vörn heimamanna og sóknarleikur íslenska liðsins gekk frekar illa eftir að Aron Pálmarsson fór meiddur af velli. Ekki batnaði ástandið þegar Arnór Þór Gunnarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins, meiddist líka. Óviss með framhaldið hjá þeim tveimur. Íslenska liðið spilaði góða vörn allan leikinn og hélt sér inn í leiknum þrátt fyrir mikið mótlæti í formi meiðsla og gríðarlegs stuðnings sem þýska liðið fékk í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ólafur Gústafsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var frábær í miðri íslensku vörninni sem hélt þýska liðinu í 24 mörkum á heimavelli. Arnór Þór Gunnarsson mjög góður þær mínútur sem hans naut við og Arnar Freyr Arnarsson stóð sig líka vel í vörn og sókn. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3(10 varin skot- 53:48 mín.) Var í erfiðleikum í markinu. Fékk á sig mikið af skotum utan af velli og það er löngu vitað að það er ekki hans sterkasta hlið.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(1 mark - 27:35 mín.) Skoraði gott mark í byrjun leiks en síðan reyndi ekki mikið á hann þegar hann lék í fyrri hálfleik. Hann fékk ekki mikið boltann og því var ekki við hann að sakast.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 20:54 mín.) Var stórkostlegur fyrstu tuttugu mínúturnar sem hann lék. Það sást glögglega þegar hann yfirgaf völlinn meiddur að þá datt svolítið botninn úr leik íslenska liðsins. Það segir okkur að hann er sá sem við getum ekki verið án. Hann dregur vagninn og ef hans nýtur ekki við þá erum við í vandræðum.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3(1 mark - 25:36 mín.) Var frábær fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Auðvitað hefði hann getað nýtt færin sín betur en hann er leikstjórnandi sem við þurfum á að halda. Hann náði ekki að halda út í seinni hálfleik. Hann er bara nítján ára. Svo virtist hann líka vera að kveinka sér vegna axlarmeins sem er áhyggjuefni.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(0 mörk - 17:12 mín.) Því miður var þetta ekki nægilega góð frammistaða að hans hálfu. Það er algjörlega ljóst að hann þarf að gera miklu mun betur ef hann ætlar að vera í þessari stöðu í íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið vel í Danmörku en frammistaða hans á heimsmeistaramótinu er mikil vonbrigði.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 5(6 mörk - 39:28 mín.) Hann var langbesti leikmaður Íslands sóknarlega en því miður koma það í ljós þegar leið á leikinn að hann gekk ekki heill til skógar. Það eru vond tíðindi fyrir íslenska liðið í framhaldinu. Fórnaði sér margoft fyrir liðið en skrokkurinn hélt ekki út.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 4(2 mörk - 46:49 mín.) Frábær leikur frá Arnari, bæði í sókn og vörn. Leið svolítið fyrir það að fá tvisvar sinnum tvær mínútur snemma leiks. Hefur vaxið gríðarlega á mótinu og hefur verið frábær í síðustu tveimur leikjum Íslands.Ólafur Gústafsson, vörn - 5(3 stopp - 28:24 mín.) Frábær leikur hjá honum. Varnarleikurinn hans var hnökralítill og nánast hnökralaus. Að fá 24 mörk á sig á móti Þýskalandi á heimavelli er frábær frammistaða. Hann stýrði varnarleik íslenska liðsins eins og herforingi og þetta var besti leikur hans í keppninni.Ólafur Guðmundsson lætur vaða á markið í leiknum.Getty/Jörg Schüler- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2(0 mörk - 38:59 mín.) Stóð fyrir sínu varnarlega í leiknum eins og í öllum leikjum Íslands í keppninni. Sóknarleikurinn hans var aftur á móti afleitur. Hann reyndi samt allan leikinn og fær plús fyrir það en því miður ekki nógu góður leikur hjá honum.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 34:42 mín.) Þurfti að taka leikinn yfir þegar Aron fór af velli. Það mæddi því mikið á honum sóknarlega og hann stóð sig prýðilega. Var líka öflugur í vörninni. Var að spila á sínu styrkleikjum en hann gerir ekki hlutina upp á eigin spýtur og þarf meiri hjálp. Ekkert hægt samt að kvarta yfir hans frammistöðu.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(0 mörk - 30:00 mín.) Frammistaða hans í þessum leik var ekki nægilega góð. Þarf að gera mun betur. Hefur sýnt það í Ungverjalandi að hann er frábær leikmaður en hann þarf að galdra það fram með íslenska landsliðinu. Hann var langt frá því gegn Þýskalandi.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(1 mark - 16:45 mín.) Leysti Arnar Frey af og skoraði gott mark. Varnarleikurinn hans í leiknum var mjög góður. Spurning hvort að þjálfarinn þurfi ekki að leggja aðeins meira traust á hans herðar í næstu leikjum og sjá hvort hann sé ekki traustsins verður.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(2 mörk - 20:16 mín.) Spilaði ekki mikið. Stelur boltanum þrisvar og skoraði tvö mjög góð hraðaupphlaupsmörk. Klikkaði samt á tveimur fyrstu færum sínum. Þetta er leikmaður sem við þurfum á að halda en sviðið er mjög stórt. Stóð sig vel þann tíma sem hann fékk.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2(0 mörk - 19:01 mín.) Líður svolítið fyrir það hafa verið kallaður inn á síðustu stundu og ekkert æft með liðinu í aðdraganda mótsins. Er oft hent inn í leikina við erfiðar aðstæður og það er oft erfitt fyrir unga menn að standa af sér. Menn eru að bíða eftir því að hann geri eitthvað upp á eigin spýtur. Það gerist ekki. Hann þarf að fá meira traust og meiri spilatíma til að gera sýnt hvað í honum býr.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði of lítiðGuðmundur Guðmundsson fagnar góðum varnarleik.Getty/Jörg SchülerGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Varnarleikur íslenska liðsins á móti Þýskalandi fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur var frábær. Því miður fylgdi markvarslan ekki nógu vel með. Það var ekki hægt að kvarta yfir sóknarleiknum fyrstu tuttugu mínúturnar og Guðmundur fann lausnirnar. Vopnabúrið er hins vegar ekki næginlega leikreynt og öflugt. Þar þurfa menn að sýna þolinmæði. Ekki bara í næstu tveimur leikjum heldur á næstu tveimur árum.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fimm mörkum á móti grjóthörðu þýsku liði í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn frábærri vörn heimamanna og sóknarleikur íslenska liðsins gekk frekar illa eftir að Aron Pálmarsson fór meiddur af velli. Ekki batnaði ástandið þegar Arnór Þór Gunnarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins, meiddist líka. Óviss með framhaldið hjá þeim tveimur. Íslenska liðið spilaði góða vörn allan leikinn og hélt sér inn í leiknum þrátt fyrir mikið mótlæti í formi meiðsla og gríðarlegs stuðnings sem þýska liðið fékk í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ólafur Gústafsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann var frábær í miðri íslensku vörninni sem hélt þýska liðinu í 24 mörkum á heimavelli. Arnór Þór Gunnarsson mjög góður þær mínútur sem hans naut við og Arnar Freyr Arnarsson stóð sig líka vel í vörn og sókn. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3(10 varin skot- 53:48 mín.) Var í erfiðleikum í markinu. Fékk á sig mikið af skotum utan af velli og það er löngu vitað að það er ekki hans sterkasta hlið.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(1 mark - 27:35 mín.) Skoraði gott mark í byrjun leiks en síðan reyndi ekki mikið á hann þegar hann lék í fyrri hálfleik. Hann fékk ekki mikið boltann og því var ekki við hann að sakast.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 20:54 mín.) Var stórkostlegur fyrstu tuttugu mínúturnar sem hann lék. Það sást glögglega þegar hann yfirgaf völlinn meiddur að þá datt svolítið botninn úr leik íslenska liðsins. Það segir okkur að hann er sá sem við getum ekki verið án. Hann dregur vagninn og ef hans nýtur ekki við þá erum við í vandræðum.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3(1 mark - 25:36 mín.) Var frábær fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Auðvitað hefði hann getað nýtt færin sín betur en hann er leikstjórnandi sem við þurfum á að halda. Hann náði ekki að halda út í seinni hálfleik. Hann er bara nítján ára. Svo virtist hann líka vera að kveinka sér vegna axlarmeins sem er áhyggjuefni.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(0 mörk - 17:12 mín.) Því miður var þetta ekki nægilega góð frammistaða að hans hálfu. Það er algjörlega ljóst að hann þarf að gera miklu mun betur ef hann ætlar að vera í þessari stöðu í íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið vel í Danmörku en frammistaða hans á heimsmeistaramótinu er mikil vonbrigði.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 5(6 mörk - 39:28 mín.) Hann var langbesti leikmaður Íslands sóknarlega en því miður koma það í ljós þegar leið á leikinn að hann gekk ekki heill til skógar. Það eru vond tíðindi fyrir íslenska liðið í framhaldinu. Fórnaði sér margoft fyrir liðið en skrokkurinn hélt ekki út.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 4(2 mörk - 46:49 mín.) Frábær leikur frá Arnari, bæði í sókn og vörn. Leið svolítið fyrir það að fá tvisvar sinnum tvær mínútur snemma leiks. Hefur vaxið gríðarlega á mótinu og hefur verið frábær í síðustu tveimur leikjum Íslands.Ólafur Gústafsson, vörn - 5(3 stopp - 28:24 mín.) Frábær leikur hjá honum. Varnarleikurinn hans var hnökralítill og nánast hnökralaus. Að fá 24 mörk á sig á móti Þýskalandi á heimavelli er frábær frammistaða. Hann stýrði varnarleik íslenska liðsins eins og herforingi og þetta var besti leikur hans í keppninni.Ólafur Guðmundsson lætur vaða á markið í leiknum.Getty/Jörg Schüler- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2(0 mörk - 38:59 mín.) Stóð fyrir sínu varnarlega í leiknum eins og í öllum leikjum Íslands í keppninni. Sóknarleikurinn hans var aftur á móti afleitur. Hann reyndi samt allan leikinn og fær plús fyrir það en því miður ekki nógu góður leikur hjá honum.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 34:42 mín.) Þurfti að taka leikinn yfir þegar Aron fór af velli. Það mæddi því mikið á honum sóknarlega og hann stóð sig prýðilega. Var líka öflugur í vörninni. Var að spila á sínu styrkleikjum en hann gerir ekki hlutina upp á eigin spýtur og þarf meiri hjálp. Ekkert hægt samt að kvarta yfir hans frammistöðu.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(0 mörk - 30:00 mín.) Frammistaða hans í þessum leik var ekki nægilega góð. Þarf að gera mun betur. Hefur sýnt það í Ungverjalandi að hann er frábær leikmaður en hann þarf að galdra það fram með íslenska landsliðinu. Hann var langt frá því gegn Þýskalandi.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(1 mark - 16:45 mín.) Leysti Arnar Frey af og skoraði gott mark. Varnarleikurinn hans í leiknum var mjög góður. Spurning hvort að þjálfarinn þurfi ekki að leggja aðeins meira traust á hans herðar í næstu leikjum og sjá hvort hann sé ekki traustsins verður.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(2 mörk - 20:16 mín.) Spilaði ekki mikið. Stelur boltanum þrisvar og skoraði tvö mjög góð hraðaupphlaupsmörk. Klikkaði samt á tveimur fyrstu færum sínum. Þetta er leikmaður sem við þurfum á að halda en sviðið er mjög stórt. Stóð sig vel þann tíma sem hann fékk.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2(0 mörk - 19:01 mín.) Líður svolítið fyrir það hafa verið kallaður inn á síðustu stundu og ekkert æft með liðinu í aðdraganda mótsins. Er oft hent inn í leikina við erfiðar aðstæður og það er oft erfitt fyrir unga menn að standa af sér. Menn eru að bíða eftir því að hann geri eitthvað upp á eigin spýtur. Það gerist ekki. Hann þarf að fá meira traust og meiri spilatíma til að gera sýnt hvað í honum býr.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði of lítiðGuðmundur Guðmundsson fagnar góðum varnarleik.Getty/Jörg SchülerGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Varnarleikur íslenska liðsins á móti Þýskalandi fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur var frábær. Því miður fylgdi markvarslan ekki nógu vel með. Það var ekki hægt að kvarta yfir sóknarleiknum fyrstu tuttugu mínúturnar og Guðmundur fann lausnirnar. Vopnabúrið er hins vegar ekki næginlega leikreynt og öflugt. Þar þurfa menn að sýna þolinmæði. Ekki bara í næstu tveimur leikjum heldur á næstu tveimur árum.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00