Umhverfisvitund getur reynst arðbær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper. Danmörk Umhverfismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper.
Danmörk Umhverfismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira