Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 20:04 Aron Pálmarsson var svekktur í leikslok. vísir/epa Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03
Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51