Guðmundur: Ekki hægt að treysta bara á einn mann Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson er ekki mjög hrifinn af því að tapa. vísir/sigurður már Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00
Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02
Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15
Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30