Mestu yfirburðir markakóngs HM í handbolta í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Mikkel Hansen kyssir HM-bikarinn. Getty/Martin Rose Daninn Mikkel Hansen var ekki bara markahæsti maður HM í handbolta í ár því hann var sá langmarkahæsti. Hansen skoraði alls 72 mörk í 10 leikjum Dana á mótinu. Hansen skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var Norðmaðurinn Magnus Jöndal. Jöndal náði aðeins að minnka forskotið þegar hann raðaði inn mörkum í úrslitaleiknum þegar úrslitin í leiknum voru löngu ráðin. Mikkel Hansen skoraði meðal annars fjórtán mörk í sigri á Norðmönnum í riðlakeppninni og tólf mörk í sigri á Frökkum í undanúrslitaleiknum. Þetta eru mestu yfirburðir markakóngs HM í tíu ár eða síðan að Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov skoraði 26 mörkum meira en næsti maður á HM í Króatíu árið 2009. Mikkel Hansen var einnig markakóngur á HM fyrir átta árum en hann skoraði þá tólf mörkum meira en næsti maður. Guðjón Valur Sigurðsson varð einnig markakóngur HM með talsverðum yfirburðum á HM í Þýskalandi 2007 þegar hann skorað 66 mörk eða níu mörkum meira en næsti maður. Mikkel Hansen var nú að klára sitt sjötta heimsmeistaramót og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann silfur á heimsmeistaramótunum 2011 og 2013. Mikkel var kosinn bestur á HM 2013 og var valinn í úrvalsliðið á HM 2011. Alls hefur Mikkel spilað 50 leiki í úrslitakeppni HM og er með 267 mörk og 188 stoðsendingar í þeim. Hann hefur því komið að meðaltali að 9,1 marki í leik á þessum sex heimsmeistaramótum sem er mögnuð tölfræði.Flest mörk í forskot sem markakóngur HM í handbolta á öldinni (2000-2019):26 marka forskot Kiril Lazarov, Makedóníu á HM 2009 (92 mörk) 13 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2019 (72 mörk) 12 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2011 (68 mörk)9 marka forskot Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi á HM 2007 (66 mörk)5 marka forskot Anders Eggert, Danmörku á HM 2013 (55 mörk)Sex heimsmeistarakeppnir Mikkel Hansen á ferlinum: HM 2019: 72 mörk og 37 stoðsendingar í 10 leikjum (Heimsmeistari) HM 2017: 26 mörk og 19 stoðsendingar í 6 leikjum (10. sæti) HM 2015: 39 mörk og 49 stoðsendingar í 9 leikjum (5. sæti) HM 2013: 22 mörk og 20 stoðsendingar í 7 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2011: 68 mörk og 34 stoðsensdingar í 10 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2009: 40 mörk go 29 stoðsendingar í 8 leikjum (4. sæti) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Daninn Mikkel Hansen var ekki bara markahæsti maður HM í handbolta í ár því hann var sá langmarkahæsti. Hansen skoraði alls 72 mörk í 10 leikjum Dana á mótinu. Hansen skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var Norðmaðurinn Magnus Jöndal. Jöndal náði aðeins að minnka forskotið þegar hann raðaði inn mörkum í úrslitaleiknum þegar úrslitin í leiknum voru löngu ráðin. Mikkel Hansen skoraði meðal annars fjórtán mörk í sigri á Norðmönnum í riðlakeppninni og tólf mörk í sigri á Frökkum í undanúrslitaleiknum. Þetta eru mestu yfirburðir markakóngs HM í tíu ár eða síðan að Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov skoraði 26 mörkum meira en næsti maður á HM í Króatíu árið 2009. Mikkel Hansen var einnig markakóngur á HM fyrir átta árum en hann skoraði þá tólf mörkum meira en næsti maður. Guðjón Valur Sigurðsson varð einnig markakóngur HM með talsverðum yfirburðum á HM í Þýskalandi 2007 þegar hann skorað 66 mörk eða níu mörkum meira en næsti maður. Mikkel Hansen var nú að klára sitt sjötta heimsmeistaramót og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann silfur á heimsmeistaramótunum 2011 og 2013. Mikkel var kosinn bestur á HM 2013 og var valinn í úrvalsliðið á HM 2011. Alls hefur Mikkel spilað 50 leiki í úrslitakeppni HM og er með 267 mörk og 188 stoðsendingar í þeim. Hann hefur því komið að meðaltali að 9,1 marki í leik á þessum sex heimsmeistaramótum sem er mögnuð tölfræði.Flest mörk í forskot sem markakóngur HM í handbolta á öldinni (2000-2019):26 marka forskot Kiril Lazarov, Makedóníu á HM 2009 (92 mörk) 13 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2019 (72 mörk) 12 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2011 (68 mörk)9 marka forskot Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi á HM 2007 (66 mörk)5 marka forskot Anders Eggert, Danmörku á HM 2013 (55 mörk)Sex heimsmeistarakeppnir Mikkel Hansen á ferlinum: HM 2019: 72 mörk og 37 stoðsendingar í 10 leikjum (Heimsmeistari) HM 2017: 26 mörk og 19 stoðsendingar í 6 leikjum (10. sæti) HM 2015: 39 mörk og 49 stoðsendingar í 9 leikjum (5. sæti) HM 2013: 22 mörk og 20 stoðsendingar í 7 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2011: 68 mörk og 34 stoðsensdingar í 10 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2009: 40 mörk go 29 stoðsendingar í 8 leikjum (4. sæti)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira