Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2019 18:45 Verslunarkeðjan Super 1 (Einn) mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni. „Við ætlum að bjóða upp á gott úrval og vera með verð sem fólk sættir sig algjörlega við og er samkeppnishæft á þessum markaði,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en hann er einn þeirra sem standa að opnun keðjunnar. Til stendur að opna þrjár verslanir Super 1 á næstu mánuðum en auk verslunarinnar á Hallveigarstíg mun Super 1 opna í húsnæði Bónus í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Eigendur Super 1 fá lyklana að Hallveigarstíg á föstudag og stefna að því að opna þar fyrstu verslunina í lok febrúar. Við opnunina munu Sigurður Pálmi og félagar njóta liðsinnis að utan. „Ég er að vinna þetta í samvinnu við danskt fyrirtæki sem er mjög reynslumikið á verslunarmarkaðnum,“ segir Sigurður. „Við munum fá mjög flottar, gæðavörur frá merki sem verður betur greint frá síðar. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta eru vörur sem fólk mun læra að meta og treysta um ókomna framtíð.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, hér fyrir miðju, er einn eigenda matvöruheimsendingarþjónustunnar Boxsins. Áður var hann framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi.Vísir/GvaStendur vaktina og þiggur ábendingar Margir íbúar Þingholtanna lýstu yfir áhyggjum sínum þegar fregnir bárust af lokun lágvöruverðsverslunarinnar í hverfinu. Sigurður Pálmi segist vilja taka mið af þessum röddum og ætlar sjálfur að standa á bakvið búðarborðið og taka á móti ábendingum. „Ég ólst hérna upp og bý rétt hjá. Ég hef tekið eftir því að fólk hefur beðið um meira úrval og kannski aðeins rýmri opnunartíma og ég held að við ættum að geta orðið við því,“ segir Sigurður. „Svo verð ég verslunarstjóri hérna til að byrja með og ég verð á staðnum. Fólk getur því komið til mín og komið með ábendingar. Ég vil vinna þetta með fólkinu í hverfinu og viðskiptavinum verslunarinnar,“ bætir hann við. „Það er kannski eitthvað sem þekkist yfirleitt ekki lengur, að fólk geti komið og talað við kaupmanninn. Ég verð hins vegar hér og tek við ábendingum frá viðskiptavinum, því þetta er nú einu sinni fólkið sem borgar laun mín og starfsfólksins. Óttast ekki að fjölskyldutengslin flæki reksturinn Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, en hún er stór hluthafi í Högum sem rekur meðal annars verslanir Bónus. Sigurður telur þó að það muni ekki flækjast fyrir samkeppnisrekstrinum. „Nei, tengsl mín við Haga eru náttúrulega engin. Það eru auðvitað fjölskyldutengsl en þau skipta litlu máli í stóru myndinni. Það eru engin dagleg rekstrartengsl þannig að ég hef engar áhyggjur af því – ég fagna bara samkeppninni ef hún verður einhver,“ segir Sigurður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng. „Við neytendur hljótum að fagna allri samkeppni, á öllum mörkuðum, hvar sem hún birtist því hún er neytendum til hagsbóta.“ Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43 Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Verslunarkeðjan Super 1 (Einn) mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni. „Við ætlum að bjóða upp á gott úrval og vera með verð sem fólk sættir sig algjörlega við og er samkeppnishæft á þessum markaði,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en hann er einn þeirra sem standa að opnun keðjunnar. Til stendur að opna þrjár verslanir Super 1 á næstu mánuðum en auk verslunarinnar á Hallveigarstíg mun Super 1 opna í húsnæði Bónus í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Eigendur Super 1 fá lyklana að Hallveigarstíg á föstudag og stefna að því að opna þar fyrstu verslunina í lok febrúar. Við opnunina munu Sigurður Pálmi og félagar njóta liðsinnis að utan. „Ég er að vinna þetta í samvinnu við danskt fyrirtæki sem er mjög reynslumikið á verslunarmarkaðnum,“ segir Sigurður. „Við munum fá mjög flottar, gæðavörur frá merki sem verður betur greint frá síðar. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta eru vörur sem fólk mun læra að meta og treysta um ókomna framtíð.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, hér fyrir miðju, er einn eigenda matvöruheimsendingarþjónustunnar Boxsins. Áður var hann framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi.Vísir/GvaStendur vaktina og þiggur ábendingar Margir íbúar Þingholtanna lýstu yfir áhyggjum sínum þegar fregnir bárust af lokun lágvöruverðsverslunarinnar í hverfinu. Sigurður Pálmi segist vilja taka mið af þessum röddum og ætlar sjálfur að standa á bakvið búðarborðið og taka á móti ábendingum. „Ég ólst hérna upp og bý rétt hjá. Ég hef tekið eftir því að fólk hefur beðið um meira úrval og kannski aðeins rýmri opnunartíma og ég held að við ættum að geta orðið við því,“ segir Sigurður. „Svo verð ég verslunarstjóri hérna til að byrja með og ég verð á staðnum. Fólk getur því komið til mín og komið með ábendingar. Ég vil vinna þetta með fólkinu í hverfinu og viðskiptavinum verslunarinnar,“ bætir hann við. „Það er kannski eitthvað sem þekkist yfirleitt ekki lengur, að fólk geti komið og talað við kaupmanninn. Ég verð hins vegar hér og tek við ábendingum frá viðskiptavinum, því þetta er nú einu sinni fólkið sem borgar laun mín og starfsfólksins. Óttast ekki að fjölskyldutengslin flæki reksturinn Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, en hún er stór hluthafi í Högum sem rekur meðal annars verslanir Bónus. Sigurður telur þó að það muni ekki flækjast fyrir samkeppnisrekstrinum. „Nei, tengsl mín við Haga eru náttúrulega engin. Það eru auðvitað fjölskyldutengsl en þau skipta litlu máli í stóru myndinni. Það eru engin dagleg rekstrartengsl þannig að ég hef engar áhyggjur af því – ég fagna bara samkeppninni ef hún verður einhver,“ segir Sigurður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng. „Við neytendur hljótum að fagna allri samkeppni, á öllum mörkuðum, hvar sem hún birtist því hún er neytendum til hagsbóta.“
Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43 Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00