Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 18:45 Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Vísir/Vilhelm Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira