Arnór Þór var besti leikmaður Íslands á HM 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Arnór Þór Gunnarsson. Getty/TF-Images Vísir hefur tekið saman meðaleinkunn strákanna okkar á HM í handbolta 2019 og besti maður íslenska liðsins lék í hægra horninu. Vísir gaf leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum átta leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Einkunnagjöfin birtist strax eftir leik og nú höfðum við tekið alla leikina saman. Besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu var Arnór Þór Gunnarsson en hann var með 4,5 í meðaleinkunn sem er frábær frammistaða. Arnór var langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjunum en hann skoraði 37 mörk eða ellefu mörkum meira en næsti maður. Aron Pálmarsson var í öðru sæti með 4,3 í meðaleinkunn en hann missti líka af tveimur síðustu leikjunum. Íslenska liðið saknaði þeirra Arnórs og Arons á móti Frakklandi og Brasilíu en þessir tveir leikir voru þeir slökustu á mótinu samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Þrír menn deila þriðja sætinu en þeir spiluðu allir stórt hlutverk í íslenska varnarleiknum. Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Elvar Örn Jónsson voru allir jafnir með 3,75 í meðaleinkunn. Elvar Örn fékk líka mikla ábyrgð í sóknarleiknum eftir að Aron datt út. Menn voru líka jafnir í sætum sex til níu en fjórir leikmenn íslenska liðsins voru með 3,5 í meðaleinkunn. Það voru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Þór Ingason, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Þór Gunnarsson og Elvar Örn Jónsson náðu því að vera bestu menn íslenska liðsins í tveimur leikjum, Arnór á móti Barein og Makedóníu en Elvar Örn á móti Frakklandi og Brasilíu. Aron Pálmarsson (á móti Króatíu), Ólafur Guðmundsson (á móti Spáni), Björgvin Páll Gústavsson (á móti Barein), Stefán Rafn Sigurmannsson (á móti Japan) og Ólafur Gústafsson (á móti Þýskalandi) náðu líka að vera bestu menn íslenska liðsins í einum leik. Besti leikur íslenska liðsins á mótinu samkvæmt einkunnagjöfinni var sigurleikurinn á móti Makedóníu þar sem íslensku strákarnir tryggðu sig inn í milliriðla. Þrír næstu leikir voru allir í hópi fjögurra fyrstu leikja íslenska liðsins á mótinu.Aron Pálmarsson.Getty/TF-ImagesHæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM í handbolta 2019: 1. Arnór Þór Gunnarsson 4,5 2. Aron Pálmarsson 4,3 3. Ólafur Guðmundsson 3,75 3. Ólafur Gústafsson 3,75 3. Elvar Örn Jónsson 3,75 6. Björgvin Páll Gústavsson 3,5 6. Daníel Þór Ingason 3,5 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,5 6. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 10. Sigvaldi Guðjónsson 3,4 11. Bjarki Már Elísson 3,375 12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,2 13. Ýmir Örn Gíslason 3,17 14. Teitur Örn Einarsson 3 15. Ómar Ingi Magnússon 2,88 16. Stefán Rafn Sigurmannsson 2,83 17. Haukur Þrastarson 2,5 18. Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekkiArnór Þór Gunnarsson fagnar marki á HM 2019.Getty/TF-ImagesBestu leikir íslenska liðsins samkvæmt einkunnagjöfinni: 1. Makedónía 4,25 2. Barein 4,19 3. Króatía 4,09 4. Spánn 3,38 5. Japan 3,23 6. Þýskaland 3,21 7. Frakkland 3,00 8. Brasilía 2,42 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu Vísir metur frammistöðu strákanna okkar í þriggja marka tapi á móti Brasilíu sem var síðasti leikur Íslands á mótinu. 23. janúar 2019 17:12 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Vísir hefur tekið saman meðaleinkunn strákanna okkar á HM í handbolta 2019 og besti maður íslenska liðsins lék í hægra horninu. Vísir gaf leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum átta leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Einkunnagjöfin birtist strax eftir leik og nú höfðum við tekið alla leikina saman. Besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu var Arnór Þór Gunnarsson en hann var með 4,5 í meðaleinkunn sem er frábær frammistaða. Arnór var langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjunum en hann skoraði 37 mörk eða ellefu mörkum meira en næsti maður. Aron Pálmarsson var í öðru sæti með 4,3 í meðaleinkunn en hann missti líka af tveimur síðustu leikjunum. Íslenska liðið saknaði þeirra Arnórs og Arons á móti Frakklandi og Brasilíu en þessir tveir leikir voru þeir slökustu á mótinu samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Þrír menn deila þriðja sætinu en þeir spiluðu allir stórt hlutverk í íslenska varnarleiknum. Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Elvar Örn Jónsson voru allir jafnir með 3,75 í meðaleinkunn. Elvar Örn fékk líka mikla ábyrgð í sóknarleiknum eftir að Aron datt út. Menn voru líka jafnir í sætum sex til níu en fjórir leikmenn íslenska liðsins voru með 3,5 í meðaleinkunn. Það voru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Þór Ingason, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Þór Gunnarsson og Elvar Örn Jónsson náðu því að vera bestu menn íslenska liðsins í tveimur leikjum, Arnór á móti Barein og Makedóníu en Elvar Örn á móti Frakklandi og Brasilíu. Aron Pálmarsson (á móti Króatíu), Ólafur Guðmundsson (á móti Spáni), Björgvin Páll Gústavsson (á móti Barein), Stefán Rafn Sigurmannsson (á móti Japan) og Ólafur Gústafsson (á móti Þýskalandi) náðu líka að vera bestu menn íslenska liðsins í einum leik. Besti leikur íslenska liðsins á mótinu samkvæmt einkunnagjöfinni var sigurleikurinn á móti Makedóníu þar sem íslensku strákarnir tryggðu sig inn í milliriðla. Þrír næstu leikir voru allir í hópi fjögurra fyrstu leikja íslenska liðsins á mótinu.Aron Pálmarsson.Getty/TF-ImagesHæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM í handbolta 2019: 1. Arnór Þór Gunnarsson 4,5 2. Aron Pálmarsson 4,3 3. Ólafur Guðmundsson 3,75 3. Ólafur Gústafsson 3,75 3. Elvar Örn Jónsson 3,75 6. Björgvin Páll Gústavsson 3,5 6. Daníel Þór Ingason 3,5 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,5 6. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 10. Sigvaldi Guðjónsson 3,4 11. Bjarki Már Elísson 3,375 12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,2 13. Ýmir Örn Gíslason 3,17 14. Teitur Örn Einarsson 3 15. Ómar Ingi Magnússon 2,88 16. Stefán Rafn Sigurmannsson 2,83 17. Haukur Þrastarson 2,5 18. Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekkiArnór Þór Gunnarsson fagnar marki á HM 2019.Getty/TF-ImagesBestu leikir íslenska liðsins samkvæmt einkunnagjöfinni: 1. Makedónía 4,25 2. Barein 4,19 3. Króatía 4,09 4. Spánn 3,38 5. Japan 3,23 6. Þýskaland 3,21 7. Frakkland 3,00 8. Brasilía 2,42
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu Vísir metur frammistöðu strákanna okkar í þriggja marka tapi á móti Brasilíu sem var síðasti leikur Íslands á mótinu. 23. janúar 2019 17:12 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11
Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu Vísir metur frammistöðu strákanna okkar í þriggja marka tapi á móti Brasilíu sem var síðasti leikur Íslands á mótinu. 23. janúar 2019 17:12
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00
Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30