Er braggamálið búið? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. janúar 2019 09:11 Margir spyrja nú hvort braggamálinu sé lokið. Já, segir meirihluti borgarstjórnar, málinu er lokið með skýrslu Innri endurskoðunar. Þetta hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfest. Eins og flestir vita sem skoðað hafa þessa skýrslu þá er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Tveir flokkar minnihlutans í borgarstjórn Flokkur fólksins og Miðflokkurinn freistuðu þess á síðasta fundi borgarstjórnar að fá úr nokkrum vafaatriðum skorið með því að leggja til að málinu yrði vísað til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar. Vanræksla á almannafé varðar við efnahagsbrotalög og brot á skjalavörslulögum varðar við almenn hegningarlagabrot. Að sjálfsögðu var allur meirihlutinn á móti tillögunni enda vilja þau alls ekki láta róta meira í þessu máli. Auk þess greiddi fulltrúi Sósíalista mótatkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt, að undanskildum tveimur þeirra, sem sátu hjá. Í röksemdafærslu þeirra var m.a. sagt að hér væri ekki verið að gæta meðalhófs og að fyrst ætti að ljúka málinu hjá borginni. Væri hér um barnaverndarmál að ræða væri vissulega skylda okkar að gæta meðalhófs en hér er ekki um neitt slíkt mál að ræða heldur grófa misnotkun á almannafé og brot á skjalavörslulögum auk brots á sveitarstjórnarlögum og innkaupareglum borgarinnar. Aftur skal ítrekað að ekki verður um frekari vinnslu á þessu máli þar sem því er lokið hjá Reykjavíkurborg með skýrslu Innri endurskoðunar eftir því sem næst er komist. Við þekkjum það af reynslu hér á landi að oft fennir hratt yfir skandala. Lífið heldur áfram og aðrar fréttir berast sem hjálpa til við að gleyma leiðinlegum málum. Mörgum íþyngjandi spurningum er enn ósvarað í braggamálinu og má þar nefna 70 m.kr. sem fóru í uppgerð á minjum. Sjá má af þessu að það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og vilja fulltrúar tveggja flokka minnihlutans þess vegna halda áfram að grafa. Í hvað fóru þessar 70 m.kr. vegna uppgerðar á minjum í braggaverkefninu? Skyldum við nokkurn tímann eiga eftir að fá svarið við þessari spurningu? Ítrekað hefur verið vísað í framkvæmdina á braggaverkefninu ýmist sem mistök eða frávik. Hvað varðar hvort hér sé um frávik að ræða er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrr en önnur framúrkeyrsluverkefni hafa verið skoðuð. Nokkur verkefni sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun s.s Mathöllin á Hlemmi eru á borði Innri endurskoðunar. Tillaga frá Flokki fólksins hefur einnig verið lögð fram um að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt og gerð var á bragganum, á Vitanum, Gröndalshúsinu og Aðalstræti 10. Það er einkennilegt að geta fullyrt, eins og borgarstjóri hefur gert, að braggamálið séu mistök. Mistök er eitthvað sem maður gerir óvart, hugsanlega af því að maður veit ekki betur eða hefur ekki fengið nægjanlegar eða réttar upplýsingar. Ótalið er síðan ótrúlegur sofandaháttur og ámælisverð embættisafglöp æðstu valdhafa, borgarstjóra, borgarritara og yfirmanns Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Auðvitað geta allir gert mistök. Skoðum nú aðeins það sem meirihlutinn fullyrðir að sé frávikið og sem vísað er í sem MISTÖK. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum af þeim var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar og minnisblaði sem nú liggur fyrir. Það er mikilvægt að muna að það voru fulltrúar minnihlutans sem ráku augun í að eitthvað væri ekki í lagi með þetta braggamál þegar á fundi borgarráðs á haustdögum 2018 var verið að reyna að fá enn meira fé í það. Verkefnið var þá þegar komið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hefði minnihlutinn ekki farið að spyrja spurninga um þetta, heimta svör og krefjast þess að staldrað yrði við þá hefði þetta stóra spillingarmál sennilega ekki komist upp á yfirborðið. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Margir spyrja nú hvort braggamálinu sé lokið. Já, segir meirihluti borgarstjórnar, málinu er lokið með skýrslu Innri endurskoðunar. Þetta hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfest. Eins og flestir vita sem skoðað hafa þessa skýrslu þá er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Tveir flokkar minnihlutans í borgarstjórn Flokkur fólksins og Miðflokkurinn freistuðu þess á síðasta fundi borgarstjórnar að fá úr nokkrum vafaatriðum skorið með því að leggja til að málinu yrði vísað til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar. Vanræksla á almannafé varðar við efnahagsbrotalög og brot á skjalavörslulögum varðar við almenn hegningarlagabrot. Að sjálfsögðu var allur meirihlutinn á móti tillögunni enda vilja þau alls ekki láta róta meira í þessu máli. Auk þess greiddi fulltrúi Sósíalista mótatkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt, að undanskildum tveimur þeirra, sem sátu hjá. Í röksemdafærslu þeirra var m.a. sagt að hér væri ekki verið að gæta meðalhófs og að fyrst ætti að ljúka málinu hjá borginni. Væri hér um barnaverndarmál að ræða væri vissulega skylda okkar að gæta meðalhófs en hér er ekki um neitt slíkt mál að ræða heldur grófa misnotkun á almannafé og brot á skjalavörslulögum auk brots á sveitarstjórnarlögum og innkaupareglum borgarinnar. Aftur skal ítrekað að ekki verður um frekari vinnslu á þessu máli þar sem því er lokið hjá Reykjavíkurborg með skýrslu Innri endurskoðunar eftir því sem næst er komist. Við þekkjum það af reynslu hér á landi að oft fennir hratt yfir skandala. Lífið heldur áfram og aðrar fréttir berast sem hjálpa til við að gleyma leiðinlegum málum. Mörgum íþyngjandi spurningum er enn ósvarað í braggamálinu og má þar nefna 70 m.kr. sem fóru í uppgerð á minjum. Sjá má af þessu að það eru sannarlega ekki öll kurl komin til grafar og vilja fulltrúar tveggja flokka minnihlutans þess vegna halda áfram að grafa. Í hvað fóru þessar 70 m.kr. vegna uppgerðar á minjum í braggaverkefninu? Skyldum við nokkurn tímann eiga eftir að fá svarið við þessari spurningu? Ítrekað hefur verið vísað í framkvæmdina á braggaverkefninu ýmist sem mistök eða frávik. Hvað varðar hvort hér sé um frávik að ræða er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrr en önnur framúrkeyrsluverkefni hafa verið skoðuð. Nokkur verkefni sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun s.s Mathöllin á Hlemmi eru á borði Innri endurskoðunar. Tillaga frá Flokki fólksins hefur einnig verið lögð fram um að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt og gerð var á bragganum, á Vitanum, Gröndalshúsinu og Aðalstræti 10. Það er einkennilegt að geta fullyrt, eins og borgarstjóri hefur gert, að braggamálið séu mistök. Mistök er eitthvað sem maður gerir óvart, hugsanlega af því að maður veit ekki betur eða hefur ekki fengið nægjanlegar eða réttar upplýsingar. Ótalið er síðan ótrúlegur sofandaháttur og ámælisverð embættisafglöp æðstu valdhafa, borgarstjóra, borgarritara og yfirmanns Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Auðvitað geta allir gert mistök. Skoðum nú aðeins það sem meirihlutinn fullyrðir að sé frávikið og sem vísað er í sem MISTÖK. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum af þeim var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar og minnisblaði sem nú liggur fyrir. Það er mikilvægt að muna að það voru fulltrúar minnihlutans sem ráku augun í að eitthvað væri ekki í lagi með þetta braggamál þegar á fundi borgarráðs á haustdögum 2018 var verið að reyna að fá enn meira fé í það. Verkefnið var þá þegar komið langt fram úr kostnaðaráætlun. Hefði minnihlutinn ekki farið að spyrja spurninga um þetta, heimta svör og krefjast þess að staldrað yrði við þá hefði þetta stóra spillingarmál sennilega ekki komist upp á yfirborðið. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar