Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar