Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 6. febrúar 2019 06:45 Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið á sunnudag. Vísir/Vilhelm Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Konur sem stigið hafa fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafa mátt þola af hendi fyrrverandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, segjast finna fyrir miklum styrk og krafti og að þær séu ekki lengur hræddar. Tuttugu og þrjár sögur voru birtar á mánudagsmorgun eftir að Jón Baldvin hafði haldið uppi vörnum í þættinum Silfrinu á RÚV daginn áður. Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, segist finna fyrir miklum krafti og vera þakklát fyrir að hafa skilað skömminni. Um leið segir hún varnartilburði Jóns Baldvins fyrirsjáanlega. „Ég upplifi létti og að ég hafi skilað skömminni. Það skiptir svo miklu máli að segja frá og burðast ekki ein með sögu sína. Og að geta gert það í krafti fjöldans gefur manni mikið. Ég er enn þá alveg óhrædd og finn alveg að þó Jón Baldvin sé að malda eitthvað í móinn þá hefur það engin áhrif á mig og innan hópsins er andinn jákvæður,“ segir Guðrún. „Ég þekki alveg Jón Baldvin og Bryndísi og þessi vörn kemur mér ekkert á óvart. Ég hef heyrt þetta allt saman áður. Ég vissi að hann myndi aldrei verða auðmjúkur og viðurkenna sinn hlut.“ Frá því fjórar konur sögðu sögu sína í Stundinni um miðjan síðasta mánuð hafa fleiri konur viljað koma fram með sögur sínar. Hundruð kvenna skipa nú hóp á Facebook sem helgaður er meintri áreitni Jóns Baldvins í garð kvenna, frá því að vera mjög nýlegar sögur allt til þess tíma er hann var kennari á Ísafirði fyrir um hálfri öld. Guðrún segir langsótt að tala um samsæriskenningar um að stöðva þurfi bókaútgáfu eða fyrirlestraröð, líkt og Jón Baldvin hefur gert. „Við erum tuttugu og þrjár, það má ekki gleyma því. Og í umræðu um opinbera smánun þá skal hafa það hugfast að Jón Baldvin hefur nú ítrekað smánað dóttur sína opinberlega,“ bætir Guðrún við. Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins, hefur sagt sína sögu af Jóni á námsárum hans í Edinborg. Hún segir illa farið með dóttur Jóns og segir það fyrir neðan allar hellur hvernig talað sé um hana. „Ég er virkilega reið yfir árásum á Aldísi og dóttur hennar. Þessar staðhæfingar um að hún sé haldin órum vegna geðveiki og að faðir dóttur hennar sé eiturlyfjasali. Að það fái að viðgangast að þessu sé haldið fram er fyrir neðan allar hellur og það á sjálfum fréttamiðli ríkisins, RÚV“ segir Margrét. „Málið er komið úr okkar höndum og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Það er svakalegt að hann hafi komist upp með þetta í öll þessi ár. Það velkist heldur enginn í vafa um það að Bryndís er með honum í þessu,“ segir Margrét og bætir við: „Ég stend með Aldísi, dóttur hennar og þessum konum sem ég hef kynnst. Hann rústaði lífum þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 „Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Málverk Péturs Guðmundssonar af þeim Bryndísi og Jóni hefur verið tekið niður. 5. febrúar 2019 16:44