Lífsháski Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar