Guðlaugur Þór styður Guaidó Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 19:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar. Utanríkismál Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. „Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter. Iceland supports @jguaido as the Interim President of Venezuela. Free and fair elections should now be called and the will of the people respected.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 4, 2019 Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris FaigaLeiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epaMaduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta. Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín. Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar.
Utanríkismál Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira