Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17