Völd hinna valdalausu Þorvaldur Gylfason skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Reykjavík – Kosningar eru ær og kýr lýðræðisins ásamt frjálsum fjölmiðlum og óháðum dómstólum. Tökum Bandaríkin, elzta lýðræðisríki heims. Þar er fulltrúadeild þingsins í Washington kosin öll eins og hún leggur sig annað hvert ár. Fjöldi kjörinna fulltrúa hvers ríkis fer eftir íbúafjölda. Forseti landsins er kjörinn á fjögurra ára fresti og fær ekki að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Öldungadeildarþingmenn eru kjörnir til sex ára í senn, tveir frá hverju ríki óháð íbúafjölda, og er þriðjungur þeirra kjörinn annað hvert ár.Að rétta hlut sinn Þeir sem telja sig bera skarðan hlut frá borði geta reynt að rétta hlut sinn í kjörklefanum og gera það iðulega. Kosningar eru eina færa leiðin sem fólkið hefur til að breyta stefnu stjórnvalda, til að rétta kúrsinn. Reynslan sýnir þó að leiðin er torfær vestra enda er kosningaþátttaka almennings eftir því lítil þar borið saman við Evrópu. Bandarískir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar hafa að undanförnu birt bók eftir bók til að afhjúpa brestina í lýðræðisskipan landsins sem höfundar stjórnarskrárinnar reyndu að gera sem bezt úr garði 1787 með góðum árangri þar til nýlega að fölva hefur slegið á stjórnarskipunina. Það sést m.a. á því að tveir af síðustu þrem forsetum landsins náðu kjöri þótt höfuðandstæðingar þeirra fengju mun fleiri atkvæði á landsvísu. Kjörnir fulltrúar hafa vanrækt hagsmunamál almennings. Kaupmáttur venjulegra launa hefur staðið í stað áratug fram af áratug, kostnaður heilbrigðisþjónustu og háskólamenntunar hefur rokið upp úr öllu valdi, skólum hrakar og aðrir innviðir grotna niður. Fólkið vill þetta auðvitað ekki, en samt gerist það. Fórnarlömb ófarnaðarins fá ekki rönd við reist. Þessi lýsing á við um Bandaríkin og sumpart einnig um Bretland en ekki um Evrópu yfirleitt nema að litlu leyti. Bandaríkin og einnig Bretland að minna leyti hafa leyft misskiptingu auðs og tekna að ágerast umfram Evrópulöndin á meginlandinu þar sem reynt hefur verið að sporna gegn misskiptingu þótt hún hafi einnig ágerzt þar. Misskipting ógnar lýðræði Vanda Bandaríkjanna má að nokkru leyti rekja til þess að auðmenn hafa hert undirtökin í efnahagslífi landsins og einnig á vettvangi stjórnmálanna. Steininn tók úr 2010 þegar Hæstiréttur felldi úr gildi með eins atkvæðis mun – fimm atkvæðum gegn fjórum! – allar hömlur á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi með þeim rökum að það heyri til mannréttinda að fá að kaupa sér atfylgi stjórnmálamanna. Peningar tóku völdin í boði Hæstaréttar. Síðan hefur lýðræði í Bandaríkjunum hnignað smám saman skv. viðteknum mælikvörðum. Öll Vestur-Evrópulönd og m.a.s. nokkur fv. kommúnistaríki, þ. á m. Eistland, Lettland og Litháen, státa nú af stöndugra lýðræði en Bandaríkin. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis (1856-1941) greindi vandann. Hann sagði: „Við getum haft lýðræði í þessu landi eða við getum haft mikinn auð á fárra höndum en við getum ekki haft hvort tveggja.“ Sagan gæti endurtekið sig Hér heima virðist nú stefna í löngu fyrirsjáanleg verkföll. Átökin á vinnumarkaði nú eru sprottin úr jarðvegi misskiptingar og hnignandi lýðræðis. Að þessu leyti svipar Íslandi frekar til Bandaríkjanna og Bretlands en t.d. til annarra Norðurlanda þar sem allt er með kyrrum kjörum. Á Íslandi býr margt fólk sem telur sig bera skarðan hlut frá borði. Þessu fólki hefur ekki tekizt að rétta hlut sinn við kjörborðið. Því býst það nú til að reyna að rétta hlut sinn í kjarasamningum svo sem óbreytt vinnumarkaðslöggjöf frá 1938 veitir færi á. Það býst til að beita samtakamætti sínum til að knýja fram leiðréttingu sinna mála. Þessi kostur er ekki í boði í Bandaríkjunum þar sem miðstýringu kjarasamninga hefur aldrei verið til að dreifa og ekki heldur í Bretlandi þar sem horfið var frá miðstýringu eftir 1980. Leiði vinnudeilurnar nú til ríkisstjórnarslita og nýrra alþingiskosninga, þá mun margt af þessu fólki væntanlega skoða það sem velkominn kaupauka úr því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa vanrækt hagsmuni láglaunafólks og gefið lýðræðinu langt nef. Sagan geymir hliðstæð dæmi um stjórnarslit vegna ágreinings um kaup og kjör. Hermann Jónasson forsætisráðherra fór á fund Alþýðusambandsins 1958 til að biðja menn þar að fresta umsaminni kauphækkun. Beiðninni var hafnað með yfirgnæfandi meiri hluta. Ríkisstjórn Hermanns fór frá. Svipað gerðist 1974 þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing og boðaði til þingkosninga eftir að Björn Jónsson ráðherra, í leyfi frá starfi sínu sem forseti ASÍ, sagði sig úr stjórninni og felldi hana vegna ágreinings um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Kosningar eru ær og kýr lýðræðisins ásamt frjálsum fjölmiðlum og óháðum dómstólum. Tökum Bandaríkin, elzta lýðræðisríki heims. Þar er fulltrúadeild þingsins í Washington kosin öll eins og hún leggur sig annað hvert ár. Fjöldi kjörinna fulltrúa hvers ríkis fer eftir íbúafjölda. Forseti landsins er kjörinn á fjögurra ára fresti og fær ekki að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Öldungadeildarþingmenn eru kjörnir til sex ára í senn, tveir frá hverju ríki óháð íbúafjölda, og er þriðjungur þeirra kjörinn annað hvert ár.Að rétta hlut sinn Þeir sem telja sig bera skarðan hlut frá borði geta reynt að rétta hlut sinn í kjörklefanum og gera það iðulega. Kosningar eru eina færa leiðin sem fólkið hefur til að breyta stefnu stjórnvalda, til að rétta kúrsinn. Reynslan sýnir þó að leiðin er torfær vestra enda er kosningaþátttaka almennings eftir því lítil þar borið saman við Evrópu. Bandarískir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar hafa að undanförnu birt bók eftir bók til að afhjúpa brestina í lýðræðisskipan landsins sem höfundar stjórnarskrárinnar reyndu að gera sem bezt úr garði 1787 með góðum árangri þar til nýlega að fölva hefur slegið á stjórnarskipunina. Það sést m.a. á því að tveir af síðustu þrem forsetum landsins náðu kjöri þótt höfuðandstæðingar þeirra fengju mun fleiri atkvæði á landsvísu. Kjörnir fulltrúar hafa vanrækt hagsmunamál almennings. Kaupmáttur venjulegra launa hefur staðið í stað áratug fram af áratug, kostnaður heilbrigðisþjónustu og háskólamenntunar hefur rokið upp úr öllu valdi, skólum hrakar og aðrir innviðir grotna niður. Fólkið vill þetta auðvitað ekki, en samt gerist það. Fórnarlömb ófarnaðarins fá ekki rönd við reist. Þessi lýsing á við um Bandaríkin og sumpart einnig um Bretland en ekki um Evrópu yfirleitt nema að litlu leyti. Bandaríkin og einnig Bretland að minna leyti hafa leyft misskiptingu auðs og tekna að ágerast umfram Evrópulöndin á meginlandinu þar sem reynt hefur verið að sporna gegn misskiptingu þótt hún hafi einnig ágerzt þar. Misskipting ógnar lýðræði Vanda Bandaríkjanna má að nokkru leyti rekja til þess að auðmenn hafa hert undirtökin í efnahagslífi landsins og einnig á vettvangi stjórnmálanna. Steininn tók úr 2010 þegar Hæstiréttur felldi úr gildi með eins atkvæðis mun – fimm atkvæðum gegn fjórum! – allar hömlur á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi með þeim rökum að það heyri til mannréttinda að fá að kaupa sér atfylgi stjórnmálamanna. Peningar tóku völdin í boði Hæstaréttar. Síðan hefur lýðræði í Bandaríkjunum hnignað smám saman skv. viðteknum mælikvörðum. Öll Vestur-Evrópulönd og m.a.s. nokkur fv. kommúnistaríki, þ. á m. Eistland, Lettland og Litháen, státa nú af stöndugra lýðræði en Bandaríkin. Bandaríski hæstaréttardómarinn Louis Brandeis (1856-1941) greindi vandann. Hann sagði: „Við getum haft lýðræði í þessu landi eða við getum haft mikinn auð á fárra höndum en við getum ekki haft hvort tveggja.“ Sagan gæti endurtekið sig Hér heima virðist nú stefna í löngu fyrirsjáanleg verkföll. Átökin á vinnumarkaði nú eru sprottin úr jarðvegi misskiptingar og hnignandi lýðræðis. Að þessu leyti svipar Íslandi frekar til Bandaríkjanna og Bretlands en t.d. til annarra Norðurlanda þar sem allt er með kyrrum kjörum. Á Íslandi býr margt fólk sem telur sig bera skarðan hlut frá borði. Þessu fólki hefur ekki tekizt að rétta hlut sinn við kjörborðið. Því býst það nú til að reyna að rétta hlut sinn í kjarasamningum svo sem óbreytt vinnumarkaðslöggjöf frá 1938 veitir færi á. Það býst til að beita samtakamætti sínum til að knýja fram leiðréttingu sinna mála. Þessi kostur er ekki í boði í Bandaríkjunum þar sem miðstýringu kjarasamninga hefur aldrei verið til að dreifa og ekki heldur í Bretlandi þar sem horfið var frá miðstýringu eftir 1980. Leiði vinnudeilurnar nú til ríkisstjórnarslita og nýrra alþingiskosninga, þá mun margt af þessu fólki væntanlega skoða það sem velkominn kaupauka úr því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa vanrækt hagsmuni láglaunafólks og gefið lýðræðinu langt nef. Sagan geymir hliðstæð dæmi um stjórnarslit vegna ágreinings um kaup og kjör. Hermann Jónasson forsætisráðherra fór á fund Alþýðusambandsins 1958 til að biðja menn þar að fresta umsaminni kauphækkun. Beiðninni var hafnað með yfirgnæfandi meiri hluta. Ríkisstjórn Hermanns fór frá. Svipað gerðist 1974 þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing og boðaði til þingkosninga eftir að Björn Jónsson ráðherra, í leyfi frá starfi sínu sem forseti ASÍ, sagði sig úr stjórninni og felldi hana vegna ágreinings um kjaramál.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar