Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 06:24 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók síðastur til máls í nótt. Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn. Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um „meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál“ bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins, tókst því að slíta þingfundi um klukkan 05:20, eftir ræðu Miðflokksmannsins Þorsteins Sæmundssonar. Hann nýtti síðustu ræðu næturinnar til að kalla eftir því að umræðunni yrði frestað til að fjármálaráðherra gæti tekið virkari þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Bjarni Benediktsson, sem mælir fyrir frumvarpinu, gat ekki verið viðstaddur maraþon-umræðuna í kvöld og nótt vegna opinberra erindagjarða erlendis. „Ég þekki hann sem drengskaparmann og við ættum ekki í nokkrum vandræðum með það að eiga við hann gott samtal um þetta mál. Ég skora því á hæstvirtan forseta að taka þessa bón mína til gaumgæfilegrar athugunar,“ sagði Þorsteinn um leið og Steingrímur sló í bjöllu sína. Forseti sagðist þá þegar hafa ákveðið að leita til starfandi fjármálaráðherra í dag svo hann geti orðið við beiðni Miðflokksmanna. Hann frestaði því næst umræðum um þriðja dagskrármálið fram að næsta þingfundi, en samkvæmt dagskrá kemur þingið aftur saman klukkan 15 í dag. Lauk þar með rúmlega 14 klukkustunda löngum umræðum gærdagsins og næturinnar um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Umræðurnar hófust klukkan 15:03 og var slitið klukkan 05:20 sem fyrr segir Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna, að frátöldum snörpum orðaskiptum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem greint var frá í gær.Seðlabankinn hafði hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt í tæka tíð áður en gjalddagi á tiltekins flokks ríkisbréfa rennur upp, sem var í gær. Benti Seðlabankinn á að yrði frumvarpið ekki samþykkt fyrir þann tíma myndi hættan aukast á því að stórir aflandskrónueigendur muni leiti út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Það geti haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahaginn.
Alþingi Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11