Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:04 Írska lögreglan birti í gær upptökur úr öryggismyndavélum af Jóni daginn sem hann hvarf. Lögreglan á Írlandi Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Frá þessu er greint í írsku miðlunum Herald og Independent og rætt við Daníel Örn Wiium, bróður Jóns Þrastar. Hann segir að fjölskyldan viti til þess að Jón Þröstur hafi tapað einhverjum peningum en viti ekki nákvæmlega hversu miklum. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef heyrt að þetta sé ekki há upphæð. Stundum vinnurðu og stundum taparðu. Ef að Jón fór í göngutúr til þess að hreinsa hugann þá hefur það ekki verið vegna peninga,“ segir Daníel Örn. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan að morgni 9. febrúar er hann gekk út af hótelinu í Dyflinni þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Hann var ekki með síma, vegabréf eða veski á sér, einungis debetkort en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum hans síðan hann hvarf.Birtu upptökur úr öryggismyndavélum í fyrsta sinn Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í gærkvöldi til þess að vekja athygli á hvarfi bróður síns. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem má sjá Jón Þröst yfirgefa hótelið. Þá sést hann jafnframt á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan birtir upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð Jón Þröst á gangi. Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina kvaðst hún vongóð um að geta fundið eitthvað nánar út úr því hvert Jón Þröstur fór. Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dyflinni til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu í gær. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Frá þessu er greint í írsku miðlunum Herald og Independent og rætt við Daníel Örn Wiium, bróður Jóns Þrastar. Hann segir að fjölskyldan viti til þess að Jón Þröstur hafi tapað einhverjum peningum en viti ekki nákvæmlega hversu miklum. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef heyrt að þetta sé ekki há upphæð. Stundum vinnurðu og stundum taparðu. Ef að Jón fór í göngutúr til þess að hreinsa hugann þá hefur það ekki verið vegna peninga,“ segir Daníel Örn. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan að morgni 9. febrúar er hann gekk út af hótelinu í Dyflinni þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Hann var ekki með síma, vegabréf eða veski á sér, einungis debetkort en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum hans síðan hann hvarf.Birtu upptökur úr öryggismyndavélum í fyrsta sinn Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í gærkvöldi til þess að vekja athygli á hvarfi bróður síns. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem má sjá Jón Þröst yfirgefa hótelið. Þá sést hann jafnframt á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan birtir upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð Jón Þröst á gangi. Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina kvaðst hún vongóð um að geta fundið eitthvað nánar út úr því hvert Jón Þröstur fór. Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dyflinni til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu í gær.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00