„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 24. febrúar 2019 12:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vihelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. Þetta kom fram í máli Bjarna í morgun þar sem hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bjarni byrjaði á því að ræða skattabreytingartillögur ríkisstjórnarinnar og sagði undarlegt að hlusta á umræðu um þær tillögur. Það hefði ávallt staðið til og væri í stjórnarsáttmála að lækka ætti neðra skattþrepið um sem nemi einu prósentustigi. Tillagan hefði verið í samræmi við allar yfirlýsingar og því hafi komið á óvart að fólk hafi sagt hana ekki í samræmi við væntingar. „Ég held það sé eitthvað allt allt annað sem býr hér að baki,“ sagði Bjarni. Inntur eftir því hvað það væri sagði hann: „Bara það að það eru allt önnur vandamál en menn eru að glíma við en þessi skattaútfærsla ríkisstjórnarinnar, sem er skattalækkun. Súrefni inn í stöðuna. Eitt væri nú ef að við hefðum verið að hækka skatta og gera mönnum erfitt fyrir sem eru að reyna að bæta kjör sín. En við erum að reyna að lækka skatta og það er ótrúlegt að hlusta hér á fólk sem sat hér áðan hjá þér að tala um að það sé engin þörf til að bæta kjör þeirra sem eru að vinna hér á vinnumarkaði, berjast í bökkum, á meðallaunum. Það sé bara fráleitt að slíkt fólk sé að fá einhverja skattalækkun.“ Þar var Bjarni að vísa til fyrri gesta Kristjáns. Þeirra Þorsteins Víglundssonar, Oddnýjar Harðardóttur, Friðjóns Friðjónssonar og Drífu Snædal sem höfðu verið gestir Kristjáns á undan Bjarna.Sjá einnig: Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskapKristján spurði þó hver hefði sagt þetta og Bjarni svaraði á þá leið að þetta hefði margsinnis komið fram. „Að það sé ósanngjarnt að þessar 80 þúsund krónur, gangi upp í hátekjuþrepið. Vegna þess að enginn sé að kalla eftir þessu, þetta sé algjör óþarfi og það sé fáránlegt að fólk fái 80 þúsund krónur. Hvort sem það er á 300 þúsund krónum eða 700 þúsund krónum á mánuði.“ Hann sagði alltaf gott mál að geta lækkað skatta á því launabili. Þar væri fólk sem væri líka í kjarabaráttu.Óþægileg tilfinning að átök hafi verið markmiðið Bjarni og Kristján fóru víða um en Bjarni sagðist einnig spyrja sig hvaða skýringar væru á því að ekki hefði verið lengra komist í viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin. Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um. Það er ótrúlega döpur staða. Maður spyr sig hvaða skýringar eru á því að menn komast ekki lengra. Þetta góða fólk sem virðist ætla að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna og atvinnurekendur fyrir sitt leyti. Eftir að hafa setið með þeim á annan tug funda þá hefði maður trúað því allan tímann að það væri verið að vinna markvisst við samningaborðið, en mér finnst það ekki markviss vinna þegar menn standa upp og tala bara út og suður um það sem gerðist við samningaborðið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Hlusta má á hluta þáttarins sem um ræðir hér að neðan. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Gulu vestin birtu örsögur fólks sem búið hefur við bágar aðstæður á Facebook-síðu sinni í dag. 23. febrúar 2019 19:36 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Gul vesti voru áberandi í svokallaðri hungurgöngu Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. 23. febrúar 2019 19:45 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. Þetta kom fram í máli Bjarna í morgun þar sem hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bjarni byrjaði á því að ræða skattabreytingartillögur ríkisstjórnarinnar og sagði undarlegt að hlusta á umræðu um þær tillögur. Það hefði ávallt staðið til og væri í stjórnarsáttmála að lækka ætti neðra skattþrepið um sem nemi einu prósentustigi. Tillagan hefði verið í samræmi við allar yfirlýsingar og því hafi komið á óvart að fólk hafi sagt hana ekki í samræmi við væntingar. „Ég held það sé eitthvað allt allt annað sem býr hér að baki,“ sagði Bjarni. Inntur eftir því hvað það væri sagði hann: „Bara það að það eru allt önnur vandamál en menn eru að glíma við en þessi skattaútfærsla ríkisstjórnarinnar, sem er skattalækkun. Súrefni inn í stöðuna. Eitt væri nú ef að við hefðum verið að hækka skatta og gera mönnum erfitt fyrir sem eru að reyna að bæta kjör sín. En við erum að reyna að lækka skatta og það er ótrúlegt að hlusta hér á fólk sem sat hér áðan hjá þér að tala um að það sé engin þörf til að bæta kjör þeirra sem eru að vinna hér á vinnumarkaði, berjast í bökkum, á meðallaunum. Það sé bara fráleitt að slíkt fólk sé að fá einhverja skattalækkun.“ Þar var Bjarni að vísa til fyrri gesta Kristjáns. Þeirra Þorsteins Víglundssonar, Oddnýjar Harðardóttur, Friðjóns Friðjónssonar og Drífu Snædal sem höfðu verið gestir Kristjáns á undan Bjarna.Sjá einnig: Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskapKristján spurði þó hver hefði sagt þetta og Bjarni svaraði á þá leið að þetta hefði margsinnis komið fram. „Að það sé ósanngjarnt að þessar 80 þúsund krónur, gangi upp í hátekjuþrepið. Vegna þess að enginn sé að kalla eftir þessu, þetta sé algjör óþarfi og það sé fáránlegt að fólk fái 80 þúsund krónur. Hvort sem það er á 300 þúsund krónum eða 700 þúsund krónum á mánuði.“ Hann sagði alltaf gott mál að geta lækkað skatta á því launabili. Þar væri fólk sem væri líka í kjarabaráttu.Óþægileg tilfinning að átök hafi verið markmiðið Bjarni og Kristján fóru víða um en Bjarni sagðist einnig spyrja sig hvaða skýringar væru á því að ekki hefði verið lengra komist í viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin. Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um. Það er ótrúlega döpur staða. Maður spyr sig hvaða skýringar eru á því að menn komast ekki lengra. Þetta góða fólk sem virðist ætla að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna og atvinnurekendur fyrir sitt leyti. Eftir að hafa setið með þeim á annan tug funda þá hefði maður trúað því allan tímann að það væri verið að vinna markvisst við samningaborðið, en mér finnst það ekki markviss vinna þegar menn standa upp og tala bara út og suður um það sem gerðist við samningaborðið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Hlusta má á hluta þáttarins sem um ræðir hér að neðan.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Gulu vestin birtu örsögur fólks sem búið hefur við bágar aðstæður á Facebook-síðu sinni í dag. 23. febrúar 2019 19:36 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Gul vesti voru áberandi í svokallaðri hungurgöngu Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. 23. febrúar 2019 19:45 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Gulu vestin birtu örsögur fólks sem búið hefur við bágar aðstæður á Facebook-síðu sinni í dag. 23. febrúar 2019 19:36
Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40
Gul vesti voru áberandi í svokallaðri hungurgöngu Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. 23. febrúar 2019 19:45
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58