Gengið á höfuðstólinn Sigurður Hannesson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Sigurður Hannesson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar