Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 00:10 Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í kvöld breytingartillögu meirihlutans við tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins að fara í samstarf við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir reynslu af verkefnum sem miða að því að efla kosningaþátttöku í ljósi ákvörðunar Persónuverndar. Sjá nánar frétt Vísis um ákvörðun Persónuverndar: Ásakanir um svindl alvarlegar og meiðandi Borgarfulltrúar Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins voru allt annað en sáttir við breytingartillögu meirihlutans og töldu að breytingartillagan ætti ekkert sameiginlegt með upprunalegri tillögu. Tillaga flokkanna þriggja í minnihluta var að sveitarstjórnarráðuneytinu yrði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa.Fulltrúar minnihlutans ósáttir við breytingartillöguna Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi þar sem ákvörðun Persónuverndar var til umræðu. Breytingartillagan var samþykkt en fulltrúar minnihlutans greiddu ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni í mótmælaskyni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að hér væri um að ræða algjöra efnisbreytingu á tillögunni. „Svona er hátturinn hafður á. Það er verið að flýja umræðuna og beina henni inn á aðrar brautir inn á mál sem koma þessu hreint ekki neitt við.“Borgarfulltrúar Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru afar ósáttir við breytingartillögu meirihlutans sem þeir segja að sé með öllu frábrugðin upphaflegri tillögu.Vísir/VilhelmEyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að upprunaleg tillaga fjallaði hvorki um nýju Persónuverndarlögin né næstu kosningar. Þetta geti verið ný tillaga í borgarstjórn eða í borgarráði en gæti aldrei verið breytingartillaga. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, tók í sama streng en í bókun sem hún gerði við tillöguna segir meðal annars: „Borgin braut lög og það þarf að skoða af þar til bærum yfirvöldum sem er í þessu tilfelli sveitarstjórnarráðuneytið. Þeir sem brutu lög reyna allt hvað þeir geta til að dreifa athygli borgarbúa frá alvarleika málsins.“ Borgarstjóri segir ömurlegt að sitja undir dylgjum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var verulega gagnrýninn á málflutning minnihlutans á fundinum í kvöld. „Það er bull og afvegaleiðing umræðunnar að halda því fram að hér hafi einhver verið hvattur til að kjósa eitthvað tiltekið. Það eru engin gögn sem styðja slíkar fullyrðingar og það er gríðarlega alvarlegt og ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl eða eitthvað óeðlilegt þegar þið eruð búin að fá öll gögn um málið og getið hvergi fundið því stað,“ sagði Dagur og setti hnefann í borðið. Hann sagði að upplýsingar um að kosningaþátttaka eldri kvenna hefði fallið hefðu komið fram í skýrslum sérfræðingahóps. „Hvar? Fyrst í mannréttindaráði, svo í stjórnkerfis-og lýðræðisráði. Allir samþykktu að vísa því til borgarráðs, tillögum hópanna. Síðan hvar, í fjölmenningarráði, í öldungaráði þar sem var farið yfir þetta allt saman af einhverjum einum flokkspólitískum lit hér í ráðhúsinu? Nei af fulltrúum allra flokka og var fólk að leysast upp í einhverjum slagsmálum yfir þessum aðferðum eða tillögum? Nei, það var bókað sameiginlega á þetta. Voru atkvæðin að skiptast í tvö horn í borgarráði? Nei, þetta var allt saman ákveðið sameiginlega,“ sagði Dagur. Hann sagði að borgarfulltrúarnir ættu að hugsa sinn gang. „Mér finnst það ömurlegt að bjóða okkur upp á það að hér séu haldnar ræður þar sem ekki er bara dylgjað heldur er verið að taka sér orðið kosningasvindl í munn. Þetta var almenn hvatning til þátttöku í almennum kosningum til þeirra hópa sem allir voru sammála um að væri áhyggjuefni að væru ekki að mæta. Það hafa allir stjórnmálaflokkar staðið að þessu, allir borgarfulltrúar og ég held við verðum bar aðeins að hugsa okkar gang.“ Eyþór sagði að sér fyndist með ólíkindum að hlusta á „varnarræðu“ borgarstjóra og að það kæmi honum á óvart hversu langt Dagur seildist að kenna öðrum um. „Þetta er bara klúður og það er bara miklu meiri manndómur í því að gangast við klúðrinu heldur en að vera að þráast við,“ sagði Eyþór. Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í kvöld breytingartillögu meirihlutans við tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins að fara í samstarf við sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir reynslu af verkefnum sem miða að því að efla kosningaþátttöku í ljósi ákvörðunar Persónuverndar. Sjá nánar frétt Vísis um ákvörðun Persónuverndar: Ásakanir um svindl alvarlegar og meiðandi Borgarfulltrúar Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins voru allt annað en sáttir við breytingartillögu meirihlutans og töldu að breytingartillagan ætti ekkert sameiginlegt með upprunalegri tillögu. Tillaga flokkanna þriggja í minnihluta var að sveitarstjórnarráðuneytinu yrði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa.Fulltrúar minnihlutans ósáttir við breytingartillöguna Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi þar sem ákvörðun Persónuverndar var til umræðu. Breytingartillagan var samþykkt en fulltrúar minnihlutans greiddu ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni í mótmælaskyni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að hér væri um að ræða algjöra efnisbreytingu á tillögunni. „Svona er hátturinn hafður á. Það er verið að flýja umræðuna og beina henni inn á aðrar brautir inn á mál sem koma þessu hreint ekki neitt við.“Borgarfulltrúar Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru afar ósáttir við breytingartillögu meirihlutans sem þeir segja að sé með öllu frábrugðin upphaflegri tillögu.Vísir/VilhelmEyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að upprunaleg tillaga fjallaði hvorki um nýju Persónuverndarlögin né næstu kosningar. Þetta geti verið ný tillaga í borgarstjórn eða í borgarráði en gæti aldrei verið breytingartillaga. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, tók í sama streng en í bókun sem hún gerði við tillöguna segir meðal annars: „Borgin braut lög og það þarf að skoða af þar til bærum yfirvöldum sem er í þessu tilfelli sveitarstjórnarráðuneytið. Þeir sem brutu lög reyna allt hvað þeir geta til að dreifa athygli borgarbúa frá alvarleika málsins.“ Borgarstjóri segir ömurlegt að sitja undir dylgjum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var verulega gagnrýninn á málflutning minnihlutans á fundinum í kvöld. „Það er bull og afvegaleiðing umræðunnar að halda því fram að hér hafi einhver verið hvattur til að kjósa eitthvað tiltekið. Það eru engin gögn sem styðja slíkar fullyrðingar og það er gríðarlega alvarlegt og ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl eða eitthvað óeðlilegt þegar þið eruð búin að fá öll gögn um málið og getið hvergi fundið því stað,“ sagði Dagur og setti hnefann í borðið. Hann sagði að upplýsingar um að kosningaþátttaka eldri kvenna hefði fallið hefðu komið fram í skýrslum sérfræðingahóps. „Hvar? Fyrst í mannréttindaráði, svo í stjórnkerfis-og lýðræðisráði. Allir samþykktu að vísa því til borgarráðs, tillögum hópanna. Síðan hvar, í fjölmenningarráði, í öldungaráði þar sem var farið yfir þetta allt saman af einhverjum einum flokkspólitískum lit hér í ráðhúsinu? Nei af fulltrúum allra flokka og var fólk að leysast upp í einhverjum slagsmálum yfir þessum aðferðum eða tillögum? Nei, það var bókað sameiginlega á þetta. Voru atkvæðin að skiptast í tvö horn í borgarráði? Nei, þetta var allt saman ákveðið sameiginlega,“ sagði Dagur. Hann sagði að borgarfulltrúarnir ættu að hugsa sinn gang. „Mér finnst það ömurlegt að bjóða okkur upp á það að hér séu haldnar ræður þar sem ekki er bara dylgjað heldur er verið að taka sér orðið kosningasvindl í munn. Þetta var almenn hvatning til þátttöku í almennum kosningum til þeirra hópa sem allir voru sammála um að væri áhyggjuefni að væru ekki að mæta. Það hafa allir stjórnmálaflokkar staðið að þessu, allir borgarfulltrúar og ég held við verðum bar aðeins að hugsa okkar gang.“ Eyþór sagði að sér fyndist með ólíkindum að hlusta á „varnarræðu“ borgarstjóra og að það kæmi honum á óvart hversu langt Dagur seildist að kenna öðrum um. „Þetta er bara klúður og það er bara miklu meiri manndómur í því að gangast við klúðrinu heldur en að vera að þráast við,“ sagði Eyþór.
Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31