Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 17:12 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. Viðar segir í samtali við fréttastofu að allnokkur fjöldi manns á vegum Eflingar hefði farið í teymum á milli flestra hótela Reykjavíkurborgar til að gæta að því að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Þrátt fyrir að verkfallsverðir Eflingar hefðu orðið varir við verkfallsbrot er það mat Viðars að þau hefðu hvorki verið gróf né víðtæk. „Við höldum mjög vel utan um það og söfnum því saman hjá okkur. Við munum svo leggjast yfir það núna strax eftir helgi með lögmanni okkar hvernig verður brugðist við.“ Viðar segist vera meðvitaður um það að í verkfalli geti sum tilfellanna verið álitamál og því verði þau að meta það hvort þau aðhafist frekar. „Við erum alveg hörð á því að við áskilum okkur allan rétt til þess að fara eftir atvikum alla leið með slík mál því þetta er brot náttúrulega á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og er það eitthvað sem félagsdómur getur fjallað um en það skýrist betur eftir helgi.“Fjöldi fólks lagði leið sína í kröfugöngu Eflingar.Vísir/vilhelmViðar segir að dagurinn í dag hefði einkennst af baráttugleði. „Það er nú búið að skamma okkur mikið fyrir að lýsa tilfinningum okkar í garð þessa dags og þessara verkfallsaðgerða en ég held að fólk þurfi bara að átta sig á því að verkalýðsbaráttu, þó hún sé hörð og komi ekki til af góðu, fylgir engu að síður engu að síður mjög sönn gleði og það var eitthvað sem skein úr augum okkar félagsmanna í dag,“ segir Viðar. Hans tilfinning er sú að fólk sé mjög óhrætt og baráttuglatt upp til hópa. Það sé búið að fá nóg af því að samfélagið líti á sig sem undirsett fólk og er tilbúið að bjóða því birginn.Eru þetta kaflaskil? „Ég verð að segja það. Það var tilfinningin sem ég fékk þegar ég hlustaði á ræðurnar á Lækjartorgi í hádeginu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
„Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06