Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 10:30 Ivanka Trump og Jared Kushner. AP/Kerstin Joensson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. Það gerði hann í fyrra þrátt fyrir að starfsmenn öryggisstofnanna og lögmaður Hvíta hússins höfðu lýst yfir áhyggju um mögulega öryggisheimild hans. Þá hefur Trump sjálfur sagt ósatt um að hafa komið að veitingu öryggisheimildarinnar. New York Times hefur komið höndum yfir minnisblað sem John Kelly skrifaði eftir ákvörðun Trump í mái í fyrra. Þar tók hann sérstaklega fram að honum hefði verið skipað að veita Kushner öryggisheimild. Donald F. McGahn, þáverandi lögmaður Hvíta hússins, skrifaði einnig minnisblað þar listaði áhyggjur sínar og Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA; vegna Kushner. Hann skrifaði einnig að hann hefði lagt til að Kushner fengi ekki öryggisheimild og þannig aðgang að leynilegum upplýsingum.Lögum samkvæmt hefur forseti Bandaríkjanna heimild til að veita aðilum öryggisheimildir en þrátt fyrir það virðist sem að Trump, Ivanka og fleiri hafi satt ósatt um aðkomu forsetans að málinu.John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.EPA/MICHAEL REYNOLDSÍ viðtali við NYT í janúar sagði Trump að hann hefði ekki komið að því að Kushner hefði fengið öryggisheimild. Lögmaður Kushner sagði þá einnig að hann hefði farið í gegnum sama ferli og allir aðrir. Þá sagði Ivanka Trump, dóttir Donald Trump og eiginkona Kushner, fyrir þremur vikum að ferli hans hefði ekki verið frábrugðið öðrum. Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, var spurð að því í gær af hverju minnisblöðin væru ekki í takt við yfirlýsingar Trump, Ivönku og lögmanns Kushner. Hún svaraði á þá leið að Hvíta húsið tjáði sig ekki um öryggisheimildir. Washington Post hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Kushner og Ivanka hafa þrýst á Trump að útvega Kushner öryggisheimild. Í kjölfar þess hafi Trump skipað Kelly að ganga frá því.Þegar embættismenn eiga að fá öryggisheimild framkvæma starfsmenn FBI og annarra stofnanna bakgrunnsskoðun á viðkomandi aðila. Sú skoðun á Kushner tók rúmt ár og gekk Hvíta húsinu illa að útskýra af hverju.Flókin viðskiptatengsl og skuldir vöktu áhyggjur Ekki liggur nákvæmlega fyrir af hverju starfsmenn öryggisstofnanna hafa áhyggjur en samkvæmt heimildum NYT snýr það að viðskiptatengslum Kusnher í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu og Rússlandi.Sjá einnig: Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Þegar kosningabaráttan stóð yfir árið 2016 var Kushner meðal starfsmanna Trump sem hittu rússneskan lögfræðing á fundi sem boðað var til með þeim formerkjum að lögfræðingurinn ætlaði að veita þeim upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að Trump var kjörinn og áður en hann tók við embætti fundaði Kushner með Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og forstjóra rússnesks banka. Þegar Kushner sótti um öryggisheimild sagði hann ekki frá þeim fundum. Þá hafa leyniþjónustur Bandaríkjanna hlerað erlenda embættismenn ræða hvernig þeir geti notað viðskiptatengsl Kushner, fjárhagsvandræði hans og skort á reynslu í milliríkjasamskiptum til að hafa áhrif á Kushner og ráðskast með hann. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa opinberað að nefndin hafi opnað rannsókn varðandi öryggisheimild Kushner og hafi krafist gagna frá Hvíta húsinu vegna þessa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30 Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Rannsóknin virðist beinast að því hvort að nefndin hafi verið notuð til auðgunar fyrirtækja Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2019 11:38 Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Sérfræðingar í siðfræði hafa áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstrum dóttur og tengdasonar Bandaríkjaforseta. 12. júní 2018 08:33 Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. Það gerði hann í fyrra þrátt fyrir að starfsmenn öryggisstofnanna og lögmaður Hvíta hússins höfðu lýst yfir áhyggju um mögulega öryggisheimild hans. Þá hefur Trump sjálfur sagt ósatt um að hafa komið að veitingu öryggisheimildarinnar. New York Times hefur komið höndum yfir minnisblað sem John Kelly skrifaði eftir ákvörðun Trump í mái í fyrra. Þar tók hann sérstaklega fram að honum hefði verið skipað að veita Kushner öryggisheimild. Donald F. McGahn, þáverandi lögmaður Hvíta hússins, skrifaði einnig minnisblað þar listaði áhyggjur sínar og Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA; vegna Kushner. Hann skrifaði einnig að hann hefði lagt til að Kushner fengi ekki öryggisheimild og þannig aðgang að leynilegum upplýsingum.Lögum samkvæmt hefur forseti Bandaríkjanna heimild til að veita aðilum öryggisheimildir en þrátt fyrir það virðist sem að Trump, Ivanka og fleiri hafi satt ósatt um aðkomu forsetans að málinu.John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.EPA/MICHAEL REYNOLDSÍ viðtali við NYT í janúar sagði Trump að hann hefði ekki komið að því að Kushner hefði fengið öryggisheimild. Lögmaður Kushner sagði þá einnig að hann hefði farið í gegnum sama ferli og allir aðrir. Þá sagði Ivanka Trump, dóttir Donald Trump og eiginkona Kushner, fyrir þremur vikum að ferli hans hefði ekki verið frábrugðið öðrum. Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, var spurð að því í gær af hverju minnisblöðin væru ekki í takt við yfirlýsingar Trump, Ivönku og lögmanns Kushner. Hún svaraði á þá leið að Hvíta húsið tjáði sig ekki um öryggisheimildir. Washington Post hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Kushner og Ivanka hafa þrýst á Trump að útvega Kushner öryggisheimild. Í kjölfar þess hafi Trump skipað Kelly að ganga frá því.Þegar embættismenn eiga að fá öryggisheimild framkvæma starfsmenn FBI og annarra stofnanna bakgrunnsskoðun á viðkomandi aðila. Sú skoðun á Kushner tók rúmt ár og gekk Hvíta húsinu illa að útskýra af hverju.Flókin viðskiptatengsl og skuldir vöktu áhyggjur Ekki liggur nákvæmlega fyrir af hverju starfsmenn öryggisstofnanna hafa áhyggjur en samkvæmt heimildum NYT snýr það að viðskiptatengslum Kusnher í Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu og Rússlandi.Sjá einnig: Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Þegar kosningabaráttan stóð yfir árið 2016 var Kushner meðal starfsmanna Trump sem hittu rússneskan lögfræðing á fundi sem boðað var til með þeim formerkjum að lögfræðingurinn ætlaði að veita þeim upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að Trump var kjörinn og áður en hann tók við embætti fundaði Kushner með Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og forstjóra rússnesks banka. Þegar Kushner sótti um öryggisheimild sagði hann ekki frá þeim fundum. Þá hafa leyniþjónustur Bandaríkjanna hlerað erlenda embættismenn ræða hvernig þeir geti notað viðskiptatengsl Kushner, fjárhagsvandræði hans og skort á reynslu í milliríkjasamskiptum til að hafa áhrif á Kushner og ráðskast með hann. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa opinberað að nefndin hafi opnað rannsókn varðandi öryggisheimild Kushner og hafi krafist gagna frá Hvíta húsinu vegna þessa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30 Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Rannsóknin virðist beinast að því hvort að nefndin hafi verið notuð til auðgunar fyrirtækja Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2019 11:38 Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Sérfræðingar í siðfræði hafa áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstrum dóttur og tengdasonar Bandaríkjaforseta. 12. júní 2018 08:33 Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. 10. desember 2018 10:30
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Rannsóknin virðist beinast að því hvort að nefndin hafi verið notuð til auðgunar fyrirtækja Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2019 11:38
Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Sérfræðingar í siðfræði hafa áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstrum dóttur og tengdasonar Bandaríkjaforseta. 12. júní 2018 08:33
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00