Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 15:34 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir/stefán Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit. Enn ríki þó óvissa um útflutning sem fer um Bretland inn á meginland Evrópu. Utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi við Breta vegna vöruviðskipta ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu sem á að gerast hinn 29. mars að óbreyttu.Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands a.m.k. á sömu tollkjörum og gilda í dag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segir alltaf létti þegar óvissu sé eytt. „Miðað við alla vega það sem verið hefur kynnt er verið að tala um óbreytta umgjörð viðskipta. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt. Síða hafa Bretar auðvitað líka birt bráðabirgða trollskrá sem á að gilda í allt að eitt ár frá útgöngu og það jafnvel þótt það verði útganga án samnings,” segir Heiðrún Lind. Þetta þýði að nær allar fiskafurðir geti talist tollfrjálsar í Bretlandi. Markmiðið um að fá betri eða jafngóð viðskiptakjör virðist því vera að ganga eftir miðað við fyrstu fréttir. Magnið sem talað sé um sé svipað því og flutt hafi verið út til Bretlands á undanförnum árum. „Þetta eru auðvitað mikilir hagsmunir í húfi. Útflutningsverðmæti okkar til Bretlands í fyrra voru 37 milljarðar króna. Þetta eru rúmlega 15 prósent af útflutningsverðmæti okkar í sjávarafurðum í heild,” segir Heiðrún Lind. Bráðabirgðasamkomulagið sé jákvætt skref þótt allri óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafi ekki verið eytt, til að mynda varðandi íslenskan fisk sem fer áfram frá Bretlandi til meginlands Evrópu og þar með inn í Evrópusambandið. „Annars vegar er fiskur unninn að einhverju leyti í Bretlandi, í vinnslum í Bretlandi sem fer áfram til meginlandsins. Þar gæti mögulega orðið eitthvað stopp. Svo er líka áhætta í tengslum við flutning um Bretland. Þar sem fiskurinn er í raun bara flyuttur inn á Immingham sem dæmi og fer svo beint áfram til meginlandsins. Maður veit í raun ekki hvað verður þegar þetta síðan skellur á,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Ísland og Noregur ná samningi við Bretland Ísland og Noregur hafa náð að landa samningi við Bretland sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta og réttindi borgaranna fari það svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. 18. mars 2019 21:32
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47