Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 18:30 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira