Klár vilji ráðherrans að áfrýja Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra, ræðir við fjölmiðla á tröppunum á Bessastöðum fyrir ríkisráðsfund í gær. vísir/vilhelm Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira