Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Sighvatur Jónsson skrifar 12. mars 2019 17:30 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Landsréttarmálið vera stórt klúður. „Það er grundvallaratriði í réttarríki að einstaklingar geti leitað til óvilhallra, sjálfstæðra dómstóla. Það er í uppnámi núna. Eðlileg viðbrögð væru að dómsmálaráðherra segði af sér.“ Logi býst við að Vinstri græn geri athugasemdir við stöðu dómsmálaráðherra í ljósi dóms Mannréttindadómstólsins. „Það verður fróðlegt að sjá hvort þau muni í annað sinn verja ráðherra vantrausti þegar það verður lagt fram. Ég tel óumflýjanlegt að það verði gert ef ríkisstjórnin verður ekki á undan og gerir hreint fyrir sínum dyrum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera meginhlutverk þingmanna og stjórnvalda að vernda réttarríkið. Það sé nú í algerri óvissu vegna dóms Mannréttindadómstólsins og viðbragða dómsmálaráðherra. „Hún er að festa sig í orð minnihlutans, tveggja dómara, í stað þess að taka af auðmýkt þessari niðurstöðu og segja að málið sé grafalvarlegt fyrir íslenska þjóð. Að hugsa sér það að ætla að ýta málinu á undan sér, ekki bara í nokkra mánuði heldur nokkur ár. Það er algerlega óásættanlegt fyrir dómskerfið og réttarríkið,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Aðspurð hvort Viðreisn geri þá kröfu að dómsmálaráðherra segi af sér segir Þorgerður Katrín að það liggi ljóst fyrir að dómsmálaráðherra geti ekki fylgt málinu eftir, hún sé orðin vanhæf til þess. Annar ráðherra í ríkisstjórn verði að taka á málinu. „Mér finnst mikilvægast núna, áður en við förum að ræða vantraust og annað, að við leysum úr þessu máli. Í því liggur ábyrgð okkar þingmanna og stjórnvalda, að koma dómskerfinu í lag aftur,“ segir Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira