Hætta við flug til Halifax og Cleveland Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:33 Icelandair hafði í hyggju að nýta þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur sínar í áætlunarflugi vestur um haf. Icelandair Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin. Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. Ástæðuna má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotum. Icelandair greindi stjórnendum Halifax Stanfield og Cleveland Hopkins alþjóðaflugvallanna frá ákvörðun sinni á mánudag. Flugfélagið hafði í hyggju að nýta þrjár 737 MAX-8 þotur sínar í áætlunarflugi til beggja flugvallanna en þau áform hafa farið út um þúfur eftir slysið í Eþíópíu þann 10. mars síðastliðinn. Haft er eftir forstöðumanni Cleveland Hopkins-flugvallarins í erlendum miðlum að ákvörðun Icelandair sé honum mikil vonbrigði. Hann hafi þó ekki miklar áhyggjur, áætlunarflug Icelandair og WOW air til Cleveland á síðustu árum sýni þann mikla áhuga sem hann telur vera á flugi frá Evrópu til Cleveland. WOW greindi frá því um miðjan október síðastliðinn að flugfélagið hefði jafnframt í hyggju að hætta við fyrirhugað áætlunarflug sitt til borgarinnar næsta sumar.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinnFyrrnefndur forstöðumaður gat ekki staðfest í samtali við Cleveland 19 News hvort ákvörðun Icelandair væri varanleg eða aðeins tímabundin í ljósi yfirstandandi kyrrsetningar. Vonir hafa staðið til að Boeing muni kynna langþráða hugbúnaruppfærslu á fundi í höfuðstöðvum sínum í Renton síðar í dag. Þyki hún traustvekjandi vonast forsvarsmenn flugvélaframleiðandans til þess að hægt verði að vinda ofan af víðtæku kyrrsetningunum. Sem fyrr segir hefur Icelandair einnig í hyggju að hætta við áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Halifax í sumar. Það átti að hefjast í maí. Talsmaður Halifax Stanfield-flugvallarins segist eiga í samskiptum við Icelandair, rétt eins og önnur flugfélög sem bregðast hafi þurft við kyrrsetningunni á Boeing-þotunum, til að átta sig betur á neyðaráætlunum þeirra vegna stöðunnar sem upp sé komin.
Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Kanada Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00 Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. 27. mars 2019 06:00
Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Vonar að þeir muni nýta Icelandair til að komast ódýrt til Evrópu. 26. október 2018 13:27
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30