Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 15:06 Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum., segir greinandi hjá Capacent. Vísir/Vilhelm „Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Þetta var eiginlega eina sem var í boði fyrir kröfuhafa. Ef það átti að bjarga einhverju þá var það að breyta þessu í hlutafé,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, um ákvörðun kröfuhafa WOW að breyta skuldum í hlutafé í félaginu. Kröfuhafarnir hafa samþykkt að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur er á meðal þeirra að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Snorri segir að stóra spurningin sem standi eftir sé hversu hratt félaginu mun ganga að safna þessum fimm milljörðum sem vantar upp á.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.„Það þarf að gerast mjög hratt,“ segir Snorri sem býst við því að það gæti verið nú um mánaðamótin, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. „Það er búið að taka tvær vélar af þeim og þeir geta ekki flogið lengur til Gatwick. En maður vonar að þetta fari allt saman vel. Þetta er skref í áttina en það á alveg eftir að loka þessu. Stóra spursmálið er hvort þeim takist það, það yrði frábær árangur hjá þeim ef þeim tekst að ná í þessa fimm milljarða. Maður vonar að þeim takist það fyrir almannahag,“ segir Snorri. Spurður hvar hægt sé að sækja fimm milljarða í dag í rekstur WOW þá býst hann við því að reynt verði að sækja þá erlendis. Hann segir það hafi ekki verið traustvekjandi að sjá hvað fjármunir úr skuldabréfaútboðinu entust stutt, staðan virtist mun verri en félagið gaf upp og langur tími samningaviðræðna við Indigo var ekki til þess fallinn að auka tiltrú. „Manni finnst það ekki sérlega traustvekjandi,“ segir Snorri. „Ég reikna með að það yrði leitað erlendis eftir fjármagni. Ég veit ekki hversu mikla lyst lífeyrissjóðirnir hafa á svona mikilli áhættufjárfestingu. Menn verða að vera alveg viðbúnir að tapa öllum fimm milljörðunum sem þeir leggja í þetta.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira