„Vel gert“? Sabine Leskopf skrifar 26. mars 2019 12:10 „Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
„Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar