Aukagreiðslur handa æðsta embættisfólki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:00 Frá fundi kjararáðsmanna árið 2008. Fbl/GVA Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45
Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30