„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 19:22 Vilhjálmur Birgisson sést hér fremstur á mynd í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39