Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 11:25 Munurinn á bréfunum er ekki auðsjáanlegur en þó veigamikill. Twitter Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira