Illa fengnar kortaupplýsingar seldar í tonnavís á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2019 07:30 Á myndinni sést reyndar enginn raunverulegur hakkari. Nordicphotos/Getty Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira