Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:53 Þorsteinn Víglundsson hefur miklar áhyggjur af stöðu Seðlabanka Íslands í ljósi nýrra samninga. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“ Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45