Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 07:45 Trudeau er í klandri á kosningaári. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur rekið tvær þingkonur sem hafa sakað hann um óeðlileg afskipti af sakamáli úr Frjálslynda flokki sínum. Önnur þeirra er dómsmálaráðherrann sem sagði af sér og fullyrti að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu beitt sig þrýstingi vegna málsins. Trudeau hefur verið sakaður um að hafa reynt að fá Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, til þess að sækja SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingar- og verktakafyrirtæki í heimi, ekki til saka vegna ásakana um mútugreiðslur í Líbíu. Wilson-Raybould sagði af sér vegna þrýstingsins sem hún taldi óeðlilegan. Í síðustu viku var upptaka sem hún gerði af símtali við einn nánasta ráðgjafa Trudeau gerð opinber. Í samtalinu heyrðist ráðgjafinn, sem hefur þegar sagt af sér, þrýsta á þáverandi ráðherrann að gera sátt við fyrirtækið. Forsætisráðherrann hefur nú rekið bæði Wilson-Raybould og Jane Philpott, sem sagði af sér embætti í ríkisstjórn hans vegna málsins, úr Frjálslynda flokknum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísaði hann til trúnaðarbrests. Philpott hefur einnig gagnrýnt Trudeau harðlega og hefur gefið í skyn að margt eigi enn eftir að koma fram um málið. „Traustið sem var áður til staðar á milli þessara tveggja einstaklinga og liðsins okkar hefur brostið. Ef þær geta ekki sagt að þær hafi trú á þessu liði í hreinskilni þá geta þær ekki verið hluti af þessu liði,“ sagði Trudeau og vísaði sérstaklega til hljóðupptökunnar sem Wilson-Raybould gerði af símtalinu. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur rekið tvær þingkonur sem hafa sakað hann um óeðlileg afskipti af sakamáli úr Frjálslynda flokki sínum. Önnur þeirra er dómsmálaráðherrann sem sagði af sér og fullyrti að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu beitt sig þrýstingi vegna málsins. Trudeau hefur verið sakaður um að hafa reynt að fá Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, til þess að sækja SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingar- og verktakafyrirtæki í heimi, ekki til saka vegna ásakana um mútugreiðslur í Líbíu. Wilson-Raybould sagði af sér vegna þrýstingsins sem hún taldi óeðlilegan. Í síðustu viku var upptaka sem hún gerði af símtali við einn nánasta ráðgjafa Trudeau gerð opinber. Í samtalinu heyrðist ráðgjafinn, sem hefur þegar sagt af sér, þrýsta á þáverandi ráðherrann að gera sátt við fyrirtækið. Forsætisráðherrann hefur nú rekið bæði Wilson-Raybould og Jane Philpott, sem sagði af sér embætti í ríkisstjórn hans vegna málsins, úr Frjálslynda flokknum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísaði hann til trúnaðarbrests. Philpott hefur einnig gagnrýnt Trudeau harðlega og hefur gefið í skyn að margt eigi enn eftir að koma fram um málið. „Traustið sem var áður til staðar á milli þessara tveggja einstaklinga og liðsins okkar hefur brostið. Ef þær geta ekki sagt að þær hafi trú á þessu liði í hreinskilni þá geta þær ekki verið hluti af þessu liði,“ sagði Trudeau og vísaði sérstaklega til hljóðupptökunnar sem Wilson-Raybould gerði af símtalinu.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49